Breyttar reglur um sóttkví í skólum

Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. Í meðfylgjandi leiðbeiningum eru skilgreind viðmið um sóttkví eftir því hvort samvera við smitaðan einstakling hafi verið mikil eða ekki. Ef samskipti hafa ekki verið […]
Bólusetningar barna í 7. -10. bekk á þriðjudag

Stefnt er að bólusetningum barna í 7. -10. bekk í Vestmannaeyjum eftir hádegi þriðjudaginn 24. ágúst þetta kemur fram á facebook síðu Grunnskóla Vestmannaeyja þar ein einnig tekið fram að börnin verða að vera orðin 12 ára en nánari upplýsingar og boðun koma frá HSU. Samkvæmt heimasíðu HSU hófust bólusetningar grunnskólabarna 18. ágúst og stefnt […]
Tvö smit greindust í eigin veiruprófum Vinnslustöðvarinnar meðal starfsmanna

Tvö COVID-smit hafa greinst undanfarna daga í eigin veiruprófum Vinnslustöðvarinnar meðal starfsmanna, annað í VSV en hitt í þjónustufyrirtækinu Hafnareyri ehf., dótturfélagi VSV. Niðurstöðurnar voru í báðum tilvikum staðfestar á heilsugæslunni með PCR-prófum. „Við höfum tekið á sjöunda tug prófa hjá okkur og starfsmennirnir lýsa mikilli ánægju með að þetta sé yfirleitt gert og hvernig […]
ÍBV liðið í sóttkví, fjórir smitaðir

Tveimur næstu leikjum ÍBV í Lengjudeild karla verður frestað eftir að fjórir lykilmenn liðsins greindust með Covid. Það eru grunsemdir um að fleiri í hópnum séu smitaðir og er allt liðið komið í sóttkví. Þetta staðfesti Daníel Geir Moritz formaður ÍBV í samtali við Fótbolta.net. Eyjamenn eru í góðri stöðu í toppbaráttu Lengjudeildarinnar, í öðru […]
Búast við fjölgun í sóttkví í dag og á morgun

Í dag, þriðjudaginn 17. ágúst, eru 19 einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum vegna Covid-19 og 12 í sóttkví en von er á að fjölgi í sóttkví í dag og á morgun þar sem smitrakning stendur yfir. Aðgerðastjórn ítrekar mikilvægi þess að bæjarbúar og aðrir gestir gæti vel að einstaklingsbundnum smitvörnum og almennum sóttvörnum, virði eins […]
Þjóðhátíð aflýst

Í ljósi ákvarðana stjórnavalda um áframhaldandi samkomutakmarkanir er Þjóðhátíð 2021 aflýst þetta kom fram í frétt á dalurinn.is í kvöld. Afstaða til miðakaupa er þegar hafin inná mínum síðum á dalurinn.is. (meira…)
19 einstaklingar í einangrun og 38 í sóttkví

Í dag, mánudaginn 9. ágúst, eru 19 einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum vegna Covid-19 og 38 í sóttkví. Enn eru að greinast smit utan sóttkvíar og því mikilvægt að fara varlega, huga vel að smitvörnum og fylgja öllum reglum um sóttvarnir. Reglurnar eru einfaldar og við þekkjum þær öll. Notum handspritt og andlitsgrímu og virðum […]
Varðandi Rakning c-19 appið, sýnatökur og fleira í Vestmannaeyjum

Undanfarið hafa margir íbúar í Eyjum fengið skilaboð í gegnum Rakning c-19 appið um mögulega útsetningu fyrir Covid-19 smiti. Í ljósi þessa langar okkur á heilsugæslunni í Vestmannaeyjum að koma eftirfarandi á framfæri. Fyrst ber að nefna að Rakning c-19 appið er á vegum almannavarna og Embættis landlæknis og góðar upplýsingar er að finna inn […]
Fjórtán einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum

Í dag, þriðjudaginn 3. ágúst, eru fjórtán einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum vegna Covid-19 og þrjátíu í sóttkví. Tólf þeirra sem nú eru í einangrun voru í sóttkví við greiningu. Áfram hvetjum við alla til að gæta sérlega vel að einstaklingsbundnum smitvörnum og almennum sóttvörnum, virða eins metra regluna, spritta hendur og nota andlitsgrímu. Þetta […]
15 smitaðir um borð í Herjólfi

Fimmtán erlendir ferðamenn sem um borð voru í Herjólfi í gær greindust allir smitaðir af Covid-19. Ferðamennirnir fengu jákvæðar niðurstöður úr sýnatöku er komið var í Heimaey. Frá þessu er greint á mbl.is. „Það voru farþegar í gær sem voru að ferðast frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja sem fengu símtal eftir að þeir komu til eyja […]