Sýning á verkum Steinunnar í Einarsstofu

Á morgun klukkan 13:00 verður opnuð sýning með verkum eftir listakonuna Steinunni Einarsdóttur. Sýningin stendur út mánuðinn og verður opin á opnunartíma safnsins. Um sölusýningu er að ræða. Steinunn sem lést á síðasta ári var fædd í Vestmannaeyjum en flutti 27 ára gömul til Ástralíu, þar sem hún lærði myndlist. Þegar Steinunn kom aftur heim til Vestmannaeyja […]

Heimur hafsins

Skemmtileg dagskrá verður í Einarsstofu í dag laugardag klukkan 13:00 í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Ræðumenn eru þeir Nicholai Xuereb, meistaranemi í sjávarlíffræði og áhugaljósmyndari og Rodrigo A. Martinez katalónskur umhverfissinni og náttúrusérfræðingur. En umræðuefnið er hvalir og fuglar í vistkerfinu í Vestmannaeyjum. Erindið verður á ensku en útdrætti á íslensku verður dreift til […]

Bæjarstjórn í beinni

1574. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu safnahúsi, í dag 6. júlí 2021 kl. 18:00. Dagskrá: Almenn erindi 1. 201212068 – Umræða um samgöngumál 2. 202003120 – Ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum Fundargerðir til staðfestingar 3. 202106001F – Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja – 264 Liðir 1-8 liggja fyrir til upplýsinga. 4. 202106010F – Umhverfis- og skipulagsráð […]

Bæjarstjórn í beinni

Klukkan 18:00 fer fram 1561. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Einarsstofu, safnahúsi. Hér má finna streymi frá fundinum ásamt dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 201906119 – Kjör forseta og varaforseta skv. 7.gr. og kjör bæjarráðs skv. 44. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar 2. 202003120 – Ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum 3. 201909118 – Húsnæðismál […]

Hart barist á bæjarstjórnarfundi

Bæjarstjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi í Einarsstofu. Þrettán mál voru á dagskrá fundarins og fjölmörg mál til umfjöllunar. Áberandi var á fundinum hversu ítrekað bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ræddu um samskiptaleysi, skort á gögnum og óvandaðri stjórnsýslu. Fengu svar 10 mínútum fyrir fundinn Á fundinum var tekin ákvörðun um að þeir fulltrúar sem sitja í bæjarráði Vestmannaeyja […]

Verk Júlíönu Sveinsdóttur í Einarsstofu á nýársdag

Einn þekktasti listamaður Vestmannaeyja er Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966). Hún varð ein fárra kvenna sem braust til æðstu mennta sem listamaður og gerði myndlistina að ævistarfi. En Júlíana var einnig þekkt sem fágætur snillingur í veflist. Á sýningunni verða sýnd þau málverk eftir Júlíönu sem til eru í eigu Vestmannaeyjabæjar sem og verk sem fengin eru […]

Herjólfur í 60 ár

Þegar þetta er skrifað, kl. 14.00 í dag, fimmtudaginn 12. desember eru nákvæmlega 60 ár síðan fyrsti Herjólfur lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum. Þess verður minnst með ljósmyndasýningu í Einarsstofu kl. 17.00 í dag. Þar sýnir Sigurgeir Jónasson myndir sem hann hefur tekið af Herjóli, 1, 2 og 3 og líka af þeim fjórða þar […]

Kíkt í einstakt safn Figga á Hól

Gísli Friðrik Jesson, Figgi á Hól í Vestmannaeyjum sem fæddist  14. maí 1906 og lést 3. september 1992 kom víða við á lífsleiðinni. Er einn af hornsteinum Vestmannaeyja eins og þær eru í dag. Þrátt fyrir annir á svo mörgum sviðum gaf hann sér tíma til að taka ljósmyndir. Eftir hann liggja myndir af bæjarlífinu, náttúrunni, þjóðhátíð, bátum og […]

Handbolti , fótbolti, brim, björgin og fjaran

Ingi Tómas Björnsson, fyrrum skattsjóri var áberandi á bæði handbolta- og fótboltaleikjum meistaraflokka ÍBV á árunum um og upp úr 1986. Vopnaður flottri myndavél og öflugum linsum og slatta af þolinmæði náði hann frábærum myndum sem eru ómetanlegar í dag því þarna var lagður grunnur að því stórveldi sem ÍBV er í handboltanum í dag. […]

Ljósopið – Þar sem kynslóðirnar mætast

Það var skemmtileg stemning í Einarsstofu á laugardaginn þar sem Katarzyna Żukow-Tapioles, Jói Listó og Svavar Steingrímsson sýndu myndir sínar. Eins og alltaf var góð mæting. Þetta var tólfta og næst síðasta sýningin í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Sú þrettánda er á laugardaginn þegar Ingi Tómas Björnsson mætir með eigin myndir og myndir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.