Íris og Páll í undirbúningsnefnd um kaup á minnisvarða

Í bæjarráði var brugðist við ósk forsætisráðuneytisins um tilnefningu í undirbúningsnefnd um kaup á minnisvarða um eldgosið á Heimaey. Tveir fulltrúar af fimm  eru tilnefndir af bæjarstjórn Vestmannaeyja, tveir af Alþingi og einn án tilnefningar. Það er  Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins sem verður formaður. Í bæjarráði voru Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar […]

Nefnd skipuð um viðburði á afmælisári eldsumbrota

Viðburðir árið 2023 í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Eldgosinu á Heimaey og 60 ár frá Surtseyjargosinu voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Eins og fram hefur komið verður efnt til ýmissa viðburða í tengslum við að árið 2023 þegar 50 og 60 ár verða liðin frá eldsumbrotum á Heimaey […]

Ólafur Elíasson vinnur hugmyndavinnu fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita 2 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Vestmannaeyjabæjar vegna hugmyndavinnu fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey. Gerður hefur verið samningur við Stúdíó Ólafs Elíassonar um hugmyndavinnuna. Á næsta ári verða liðin 50 ár frá eldgosinu í Heimaey en gosið stóð frá 23. janúar til 3. júlí 1973. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra […]

Ráðherrafundur, minnisvarði og málstofa í tilefni tímamóta

Í gær undirrituðu þær Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, viljayfirlýsingu um samvinnu og undirbúning viðburða í tilefni þess að árið 2023 verða 50 ár liðin frá eldgosinu á Heimaey og 60 ár liðin frá eldgosinu í Surtsey. Til stendur að skipuleggja samnorrænan ráðherrafund forsætisráðherra í Vestmannaeyjum sumarið 2023 í kringum Goslokahátíð Vestmannaeyja.  Jafnframt […]

Forgreining á hættu vegna goss á eldstöðvakerfi Vestmannaeyja

Skýrsan “Forgreining á hættu vegna goss á eldstöðvakerfi Vestmannaeyja” kom nýlega út en hún var unnin fyrir Ofanflóðasjóð og Alþjóðaflugmálastofnunina ICAO. Þar eru kynntar fyrstu niðurstöður langtímahættumats sem unnið hefur verið fyrir eldstöðvakerfi Vestmannaeyja með áherslu á innviði Heimaeyjar. Langtímahættumat nýtist við skipulagsmál á tímum þegar engin merki eru um virkni. Farið er yfir niðurstöður […]

Málstofa um eldgosin í Vestmannaeyjum

Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs áttu fund með Þorsteini Sæmundssyni, formanni Jarðfræðafélags Íslands, sem lýst hefur áhuga á því að skipuleggja málstofu í tengslum við að 50 ár eru liðin frá eldgosinu í Heimaey og 60 ár eru liðin frá Surtseyjargosinu. Þorsteinn vildi kanna áhuga Vestmannaeyjabæjar á að halda slíka málstofu 2023 í samstarfi […]

Bæjarráð sendir umsagnir um kosningaaldur, minnisvarða og þyrlupall

Þann 22. febrúar sl., sendi nefndasvið Alþingis Vestmannaeyjabær beiðni um umsögn um frumvarp til laga um stjórnskipunarlög (kosningaaldur), 378. mál. 188. mál. Umsagnarfrestur er 15. mars nk. Jafnframt sendi nefndasvið Alþingis þann 25. febrúar sl. Vestmannaeyjabæ, beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um minnisvarða um eldgosin í Surtsey og Heimaey, 179. mál. Umsagnarfrestur er […]

47 ár frá upphafi gosins í Vestmannaeyjum – Nú þarf Flateyri slíkan stuðning

Í dag eru 47 ár frá upphafi gossins á Heimaey. Þessi dagur gerir mig ætíð tilfinningasaman og við fjölskyldan höfum það sem venju að gera okkur dagamun.  Við, eins og svo margir minnumst þess  þegar jörðin rifnaði í jaðri byggðarinnar í Vestmannaeyjum og glóandi hraun vall úr.  Ég var þá fjögurra ára og sá náttúruhamfarirnar þeim augum.  Myndin […]

Reyndi miklu meira á húsmæðurnar og mömmurnar sem urðu að sjá um allt

„Við bjuggum þá að Illugagötu 25 eins og við höfum gert í 50 ár. Við höfðum stolist til að fara einn hring í kringum Helgafell á Skodanum. Börnin sofnuð og alveg yndislegt veður eftir brjálað veður um daginn. Þetta gerðum við stundum þegar krakkarnir voru sofnuð. Eftir þetta fórum við heim að sofa.“ Þannig lýsir […]