Þann 22. febrúar sl., sendi nefndasvið Alþingis Vestmannaeyjabær beiðni um umsögn um frumvarp til laga um stjórnskipunarlög (kosningaaldur), 378. mál. 188. mál. Umsagnarfrestur er 15. mars nk. Jafnframt sendi nefndasvið Alþingis þann 25. febrúar sl. Vestmannaeyjabæ, beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um minnisvarða um eldgosin í Surtsey og Heimaey, 179. mál. Umsagnarfrestur er 11. mars nk. Loks sendi nefndasvið Alþingis þann 23. febrúar sl. Vestmannaeyjabæ, beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um þyrlupall á Heimaey, 144. mál. Umsagnarfrestur er 9. mars nk.
Bæjarráð ræddi frumvarp til laga um Stjórnskipunarlaög (þ.e. kosningaaldur). Bæjarráð tekur jákvætt í efni frumvarpsins og felur Helgu Kristínu Kolbeins að gera drög að umsögn bæjarráðs sem send verður nefndasviði Alþingis í framhaldinu.
Framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs var falið að senda jákvæða umsögn um tillögu um þingsályktun um minnisvarða um eldgosin í Surtsey og Heimaey.
Þá fól bæjarráð framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að senda jákvæða umsögn um tillögu til þingsályktunar um þyrlupall á Heimaey. Vestmannaeyjabær hefur áður sent inn umsögn vegna þingsályktunar um þyrlupall og mun senda hana aftur.
Beiðni um umsögn um þingsályktunartillögu um þyrlupall á Heimaey.pdf
Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um minnisvarða um eldgosin í Surtsey og Heimaey.pdfBeiðni um umsögn um stjórnskipunarlög (kosningaaldur).pdf
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst