Náttúruperlur eru gríðarlegt verðmæti.

Ferðamálasamtökin mótmæla fyrirhugaðri staðsetningu stórskipahafnar í Brimnesfjöru og viðlegukants við Löngu. Raskanir á þessu svæði fordæma Ferðamálasamtökin þar sem fyrirhugaðar eru óafturkræfar aðgerðir sem munu skyggja á stærstu og merkustu kennileiti Vestmannaeyja, innsiglinguna og Heimaklett! Í kjölfar slíkra framkvæmda telja samtökin það eingöngu tímaspursmál hvenær byggð yrðu upp stór mannvirki á þessum svæðum sem myndu skaða enn frekar þessa mögnuðu náttúru. Ferðamálasamtökin gera […]

Samkeppni um páskaviðburð

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja auglýsa eftir hugmyndum að viðburðum tengdum páskum. Allar hugmyndir vel þegnar. Gaman væri að lífga uppá Vestmannaeyjar með skemmtilegum viðburðum yfir páskahátíðina. Eitthvað fyrir alla, unga sem aldna. Endilega sendið hugmyndir á visitvestmannaeyjar@gmail.com fyrir 1.febrúar nk. Veitt verða verðlaun fyrir bestu hugmyndina. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja (meira…)

Ferðasumarið

Hugtakið „ferðamannasumar“ á hvergi á Íslandi jafn djúpar rætur og í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum þar sem greinin nánast leggst í dvala yfir vetrarmánuðina. Málin hafa þó þróast á þann hátt síðustu ár að tímabilið að er stöðugt að lengjast. Það er og verður þó alltaf bundið áreiðanlegri ferðum til Eyja í gegnum Landeyjahöfn. Farþegatölur Herjólfs […]

Funda með hlutaðeigandi aðilum um lundaveiðar í Stórhöfða

Áskorun um friðun Stórhöfða var til umræðu í bæjarráði í dymbilvikunni. Í erindi dagsett 6. apríl sl., skora Ferðamálasamtök Vestmannaeyja á bæjarráð að friða Stórhöfða eða banna alfarið lundaveiðar í höfðanum. Í áskorun samtakanna segir meðal annars “Þangað beinum við þeim tugþúsundum ferðamanna sem koma til Eyja til þess að sjá lundann í sínu náttúrulega […]

Skora á bæjarráð að banna lundaveiði í Stórhöfða

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja skora á bæjarráð að friða Stórhöfða eða alfarið banna lundaveiðar þar. Þangað beinum við þeim tugþúsundum ferðamanna sem koma til Eyja til þess að sjá lundann í sínu náttúrulega umhverfi enda búið að byggja þar lundaskoðunarhús sem almenningur hefur aðgang að. Í Stórhöfða er fylgst með varpi, við sjáum lundapysjurnar vaxa og þar […]

Nýtt götukort af Vestmannaeyjum tekið í notkun

Í gær afhendi ferðamálasamtökin í Vestmananeyjum Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra fyrsta einstak af nýju götukorti af eyjunni. Kortið er teiknað af Ómari Smára Kristinssyni og eiginkona hans Nína Ivanova sá um umbrotið. Kortið er afar nákvæmt og eins og má sjá að þá er mikil teiknivinna á bakvið það. Hvert eitt og einasta hús er teiknað […]

Enn ein perlan í festi Vestmannaeyja

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja fagna viljayfirlýsingu um uppbyggingu baðlóns og þjónustusvæðis í hrauninu. Staðsetningin er einstök, útsýnið mikilfenglegt og hönnunin fellur vel inn í umhverfið. Það kemur ekki á óvart að framkvæmdaraðilar og fjárfestar komi auga á tækifæri í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Hér er falinn fjársjóður. Í ferðaþjónustunni liggja gríðarleg tækifæri fyrir framtíð samfélagsins og mikilvægt að […]

Markaðsátaki ætlað að ná til stærri markhóps til lengri tíma

Fulltrúar Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja komu á fund bæjarráðs í síðustu viku til þess að fara yfir stöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu og nýtt markaðsátak um Vestmannaeyjar, sem ætlað er að ná til stærri markhóps og til lengri tíma en áður. Lögð var fram til upplýsinga skýrsla Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um hagtölur um atvinnulíf á Suðurlandi með sérstakri […]

Hvernig er best að endurreisa flugsamgöngur

Flugfélagið Ernir hættir áætlunarflugi til Vestmannaeyja eftir margra ára þakkarverða þjónustu. Það eru ekki góðar fréttir fyrir samfélagið, en þær koma ekki óvart. Flug á markaðslegum forsendum til Vestmannaeyja er í dag erfiður rekstur. Besta leiðin til að endurreisa flugsamgöngur er að skapa eftirspurn eftir Vestmannaeyjum. Markaðssetja Vestmannaeyjar markvisst, skilgreina ferðaþjónustuna sem iðnað og tækifæri […]

Markaðsátak í ferðaþjónustu skilaði árangri

Fulltrúar ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum komu á fund bæjarráðs í vikunni til þess að greina frá stöðu ferðaþjónustunnar og sér í lagi stöðu ferðaþjónustufyrirtækja þegar langt er liðið á sumarið, framtíðarsýn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja gagnvart starfsemi Markaðsstofu Suðurlands og hvernig horfurnar eru framundan. Ferðaþjónustan ræddi m.a. nauðsyn þess að halda áfram því góða markaðsátaki sem sett var […]