Framhaldsskólinn lokaður fram að hádegi

Framhaldsskólinn verður lokaður fyrir hádegi á morgun, mánudag. Nemendur hvattir til að nýta tímann til að læra. Skólahúsnæðið verður lokað. Skólameistari (meira…)

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum steig Græn skref

Stigin hafa verið 174 Græn skref á árinu af starfsstöðvum ríkisstofnana. Umhverfisstofnun greindi frá. Hvert skref inniheldur í kringum 30 til 40 aðgerðir svo að baki þessum árangri liggja á fimmta þúsund umhverfisvænar aðgerðir, bæði stórar og smáar. Ýmis umbótamál eru þar að baki svo sem eins og að bæta aðstöðu fyrir hjólreiðafólk, auka framboð […]

Skólar loka og tíu manna samkomubann

uppfært Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við. Margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun verður stöðvuð. Ákvörðun heilbrigðisráðherra […]

Framhaldsskólar geta hafið staðnám

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um skólastarf sem taka mun gildi frá og með 1. janúar og gilda til 28. febrúar nk. Reglugerðin tekur mið af minnisblaði sóttvarnalæknis en þar kemur fram að tillögur hans séu settar fram með þeim fyrirvara að ástand faraldursins verði ekki verra við upphaf nýrrar annar en nú er. […]

Rafræn útskrift Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum

Útskrift Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum  verður haldin með raf­rænum hætti, í dag laugardaginn 19. des­ember, við hátíðlega athöfn heima í stofu. Viðburðinum verður streymt í gegnum Youtube, hefst athöfnin stund­vís­lega kl. 16:00 og er áætlað að hún taki á um klukkustund. Í orðsendingu frá skólameistara er eftirfarandi atriðum beint til nemenda er varða útskrift­ar­daginn: Við hvetjum […]

Stórkostlegar niðurstöður

Val á Stofnun ársins 2020 var kynnt á dögunum en könnun er gerð árlega hjá stofunum ríkis og sveitarfélaga og sjálfseignarstofnunum, þar sem lagt er mat á starfsumhverfi stofnana í opinberri þjónustu. Athygli vekur hversu margir skólar raða sér á topplista þessa árs. Á lista yfir Fyrirmyndarstofnanir á vegum ríkisins eða sjálfseignarstofnana, með 50 starfsmenn […]

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum stofnun ársins 2020

Stofnanir ársins 2020 eru Norðlingaskóli, Aðalskrifstofa Akraneskaupstaðar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Jafnréttisstofa. Valið á Stofnun ársins 2020 var tilkynnt í gegnum streymi í gær en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna í könnun Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Könnunin náði til um 12 þúsund […]

Kennsla í bóknámi verður rafræn

Nú er búið að setja á neyðarstig almannavarna í landinu og sóttvarnaraðgerðir í framhaldsskólum hafa verið hertar. Á morgun, mánudag, færast kennslustundir í bóknámi sem áttu að vera upp í skóla yfir á Teams. Nemendur sem stunda nám á starfsbraut og nemendur sem eru í verklegum áföngum mæta samkvæmt nánari fyrirmælum kennara. Nemendur eru hvattir […]

Grímuskylda í framhaldsskólanum

Sóttvarnir hafa verið hertar við framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, þetta kemur fram í færslu á facebook síðu skólans sem birt var í kvöld. Ætlast er til að nemendur séu með grímur í skólanum og beri þar innan dyra frá og með mánudeginum 21.september þar til annað verður gefið út. Nemendur fá grímur afhentar við innganga skólans sér […]

Okkur er sýnt mikið traust við að hafa skólann opinn

Kennsla á haustönn við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum hófst samkvæmt stundaskrá á mánudaginn. Síðustu daga og vikur hafa stjórnendur unnið að því að setja saman bestu lausn svo hægt verði að kenna bæði í staðnámi og fjarnámi. Helga Kristín Kolbeins skólameistari segir ljóst að næstu mánuði og misseri muni þurfa að lifa með mismiklum samkomutakmörkunum vegna […]