Haustönn 2020 hjá FÍV

Nú líður að upphafi annarinnar og línur teknar að skýrast varðandi fyrirkomulag kennslunnar. Síðustu daga og vikur hafa stjórnendur unnið að því að setja saman bestu lausn svo hægt verði að kenna bæði í staðnámi og fjarnámi. Það er ljóst að næstu mánuði og misseri munum við þurfa að lifa með mismiklum samkomutakmörkunum vegna Covid-19, […]

Óvissa með fyrirkomulag í FÍV

Undirbúningur haustannar er í fullum gangi og munu upplýsingar um upphaf og fyrirkomulag kennslu, móttöku nýnema, stundatöflur og bókalista koma inn á heimasíðu Framhaldsskólans þegar nær dregur. Enn er óljóst með hvaða hætti skólahald verður núna á haustönninni en miðað við fréttir þá er allt kapp lagt á að skólar taki til starfa að nýju […]

Síðasti dagurinn til að skrá sig í Framhaldsskólann

Innritun í Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum stendur yfir og er rafræn. Enn er hægt að skrá sig, en innritun í skólann fyrir haustið lýkur í dag miðvikudag. Til að sækja um í dagskóla https://mms.is/innritun-i-framhaldsskola Til að sækja um Fjarnám https://umsokn.inna.is/#!/applyModules (meira…)

Framhaldsskólinn útskrifaði 32 nemendur (myndband)

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum útskrifaði í gær 32 nemendur en athöfnin fór fram í íþróttamiðstöðinni til þess að mögulegt væri að halda allar reglur um fjöld og tvo metra. Útskriftinni verða gerð góð skil í næsta tölublaði Eyjafrétta en hér að neðan má sjá myndbandsupptöku frá athöfninni. (meira…)

Framhaldsskólinn lokaður fyrir hádegi á morgun

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum fellir niður kennslu og verður lokaður í fyrramálið vegna veðurs. Stefnt er að því að hann opni aftur kl. 12.30. Skólinn bætist því við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir sem ætla að hafa lokað fram yfir hádegi vegna veðurofsans sem gengur yfir í morgunsárið á morgun. Enda hefur lögreglan beint því til fólks […]

Veðrið þjappaði hópnum saman

Nú í byrjun árs var haldin hér í Eyjum áhugaverð vinnustofa á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Fab Lab Íslands í Vestmannaeyjum. Áhersla var lögð á menntaverkefni, CAD/CAM og samstarf. Fulltrúar allra Norðurlandanna, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Færeyja, Grænlands og Íslands sendu sína fulltrúa ásamt því að fulltrúar frá Japan, Belgíu og Englandi komu á staðinn […]

FIV hefur lokið keppni í Gettu betur

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum mætti framhaldsskóla Vesturlands í fyrstu umferð í Spurningakeppni framhaldsskólanna þar sem Eyjamenn fengu 10 stig gegn 24 stigum mótherjana og hafa því lokið keppni í Gettu betur þetta árið.  Lið FIV skipa þau Sigurlás Máni Hafsteinsson, Rúnar Gauti Gunnarsson og Erika Ýr Ómarsdóttir.   (meira…)

Markmið okkar er að mennta fólk til nýrrar hugsunar

Við getum verið sammála um að ein meginstoð framfara og hagvaxtar í þjóðfélögum er menntun og þar með þekking sem hægt er að nota til framfara. Í sjávarplássi eins og í Vestmannaeyjum er undirstaða framfara, menntun einstaklinga. Einstaklinga sem síðan með þekkingu sinni, störfum og reynslu byggja upp samfélagið og fyrirtækin sem þeir starfa hjá. […]

Gríðarlega þakklát með það veganesti sem við förum með úr FÍV

Kæru samnemendur, kennarar og gestir. Loksins erum við öll saman komin í þessum litríka sal í skólanum okkar til þess að fagna því að þessi hluti af lífi okkar stúdentanna er nú að ljúka og annar hluti tekur við. Öll höfum við gengið í gegnum súrt og sætt í þessum skóla, miserfið og misstór próf […]

Þungarokk og þakkarræður í afmæli Framhaldsskólans (Myndir)

Nemendur og Starfsfólk Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum hélt í dag uppá 40 ára afmæli stofnunarinnar með formlegri dagskrá í sal skólans. Daníel Scheving færði Helgu Kristínu skólameistara FIV blómvönd að þessu tilefni fyrir hönd nemendafélagsins auk þess sem hann sá um að kynna dagskrána. Frosti Gíslason færði skólanum fyrir hönd Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að gjöf aðgang að […]