Nýjar reglur um félagslega leiguíbúðir

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór ítarlega yfir nýjar reglur um félagslega leiguíbúðir á vegum Vestmannaeyjabæjar á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni sem leið. Ráðið hefur áður fjallað um umræddar reglur. En um er að ræða áframhald af 4. máli 253 fundar fjölskyldu- og tómstundaráðs. Með félagslegu leiguhúsnæði er átt við; – Almennt félagslegt leiguhúsnæði […]

Covid-19 jók álagið á stuðningsþjónustu

Upplýsingar og yfirlit yfir umfang stuðningsþjónustu (félagslegar heimaþjónustu) á árinu 2020 var til umræðu á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í síðustu viku. Kolbrún Anna Rúnarsdóttir deildarstjóri stuðningsþjónustu fór yfir markmið stuðningsþjónustu og verkefni hennar fyrir árið 2020. Hjá stuðningsþjónustunni sem áður kallaðist félagsleg heimaþjónusta vinna 13 starfsmenn í 7,3 stöðugildum. Helsta verkefni þeirra er m.a. […]

Mikil aukning í nýtingu frístundastyrkjar

Upplýsingar um nýtingu frístundastyrkjar ársins 2020 voru lagðar fyrir fund Fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Árið 2020 voru alls 600 börn og ungmenni í aldurshópnum 2 – 18 ára sem nýttu sér frístundastyrk Vestmannaeyjabæjar að hluta eða öllu leyti. Þetta er samtals 69% af börnum á þessum aldri og mikil hækkun frá árinu áður, 2019 […]

Hressó áfram í Íþróttamiðstöðinni

Á fundi fjölskyld- og tómstundaráðs í gær var meðal annars farið yfir tilboð á leigu á líkamsræktarsal Íþróttamiðstöðvar. Alls bárust þrjú tilboð; GYM heilsa, bræðurnir Gunnlaugur Örn/Jón Þór og frá Líkamsræktarstöðinni ehf. Tilboðin voru metin út frá þremur þáttum, þ.e. verðtilboði í leigu (50% vægi), verð árskorta (40% vægi) og tilboð í umsýslukostnað vegna sölu […]

SB heilsa tekur við heimsenda matnum hjá bænum

DCIM100MEDIAYUN00052.jpg

Nýverið óskaði Vestmannaeyjabær eftir samstarfsaðila til að annast matargerð/matreiðslu, pökkun, dreifingu og framreiðslu á heimsendum mat til þjónustuþega stuðningsþjónustu og til stofnana Vestmannaeyjabæjar. Á fundi fjölskyldu- og  tómstundaráðs í gær var svo ákveðið að semja við eina aðilan sem sendi tilboð í þjónustuna, S.B. heilsa ehf. en félagið rekur einnig veitingastaðinn Gott og Pítsugerðina. Munu […]

Aðgengismál fatlaðs fólks

Aðgengismál fatlaðs fólks og staðan á framkvæmdum í þeim efnum sem stefnt var að í sumar voru til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku. Í sumar hófst átak í aðgengismálum hjá Vestmannaeyjabæ. Unnið hefur verið í að laga aðgengi m.a. á gatnamótum Höfðavegar/Illugagötu, Kirkjuveg við Vallargötu og Boðaslóð. Átakinu er ekki lokið […]

Margar íbúðir í almenna félagslega íbúðakerfinu óhentugar

Umræður um félagslega íbúðakerfið og drög að nýjum og samþættum reglum um félagslegar íbúðir á vegum Vestmannaeyjabæjar voru meðal þess sem rætt var á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í vikunni. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðu félagslega íbúðakerfisins hjá Vestmannaeyjabæ. Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða 17 almennar íbúðir og 41 íbúðir sem eru ætlaðar […]

Veruleg hækkun á leiguverði til Vestmannaeyjabæjar

Umræður um framtíð Sambýlisins við Vestmannabrautar 58b fóru fram á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í vikunni. Það er Brynja – hússjóður sem á húsnæðið en Brynja er sjálfseignarstofnun og er hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja. Tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að kaupa og byggja leiguíbúðir. Brynja – hússjóður hefur […]

Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna COVID-19

Fjölskyldu- og tómstundaráð fundaði í vikunni. Fyrir ráðinu lágu drög að reglum Vestmannaeyjabæjar um íþrótta- og tómstundastyrki vegna sérstaks framlags ríkissjóðs vegna Covid-19 faraldursins. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytis verður opnað fyrir styrkumsóknir þann 15. nóvember og verður þá samhliða farið í auglýsingaherferð þar sem vakin er athygli á styrknum. Ráðið þakkaði kynninguna og samþykkti umræddar reglur. […]

Auglýst verður leiga á líkamsræktarsalnum

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni var framhald af 4. máli 251. fundar fjölskyldu- og tómstundaráðs frá 29. september 2020. Þar óskaði Líkamsræktarstöðin ehf eftir að framlengja samning um leigu á líkamsræktarsal í Íþróttamiðstöðinni um eitt ár í senn en samningurinn er að renna út um næstu áramót. Ráðið getur ekki orðið við þeirri […]