Nýjar reglur um félagslega leiguíbúðir

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór ítarlega yfir nýjar reglur um félagslega leiguíbúðir á vegum Vestmannaeyjabæjar á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni sem leið. Ráðið hefur áður fjallað um umræddar reglur. En um er að ræða áframhald af 4. máli 253 fundar fjölskyldu- og tómstundaráðs. Með félagslegu leiguhúsnæði er átt við; – Almennt félagslegt leiguhúsnæði […]

Covid-19 jók álagið á stuðningsþjónustu

Upplýsingar og yfirlit yfir umfang stuðningsþjónustu (félagslegar heimaþjónustu) á árinu 2020 var til umræðu á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í síðustu viku. Kolbrún Anna Rúnarsdóttir deildarstjóri stuðningsþjónustu fór yfir markmið stuðningsþjónustu og verkefni hennar fyrir árið 2020. Hjá stuðningsþjónustunni sem áður kallaðist félagsleg heimaþjónusta vinna 13 starfsmenn í 7,3 stöðugildum. Helsta verkefni þeirra er m.a. […]

Mikil aukning í nýtingu frístundastyrkjar

Upplýsingar um nýtingu frístundastyrkjar ársins 2020 voru lagðar fyrir fund Fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Árið 2020 voru alls 600 börn og ungmenni í aldurshópnum 2 – 18 ára sem nýttu sér frístundastyrk Vestmannaeyjabæjar að hluta eða öllu leyti. Þetta er samtals 69% af börnum á þessum aldri og mikil hækkun frá árinu áður, 2019 […]

Hressó áfram í Íþróttamiðstöðinni

Á fundi fjölskyld- og tómstundaráðs í gær var meðal annars farið yfir tilboð á leigu á líkamsræktarsal Íþróttamiðstöðvar. Alls bárust þrjú tilboð; GYM heilsa, bræðurnir Gunnlaugur Örn/Jón Þór og frá Líkamsræktarstöðinni ehf. Tilboðin voru metin út frá þremur þáttum, þ.e. verðtilboði í leigu (50% vægi), verð árskorta (40% vægi) og tilboð í umsýslukostnað vegna sölu […]

SB heilsa tekur við heimsenda matnum hjá bænum

DCIM100MEDIAYUN00052.jpg

Nýverið óskaði Vestmannaeyjabær eftir samstarfsaðila til að annast matargerð/matreiðslu, pökkun, dreifingu og framreiðslu á heimsendum mat til þjónustuþega stuðningsþjónustu og til stofnana Vestmannaeyjabæjar. Á fundi fjölskyldu- og  tómstundaráðs í gær var svo ákveðið að semja við eina aðilan sem sendi tilboð í þjónustuna, S.B. heilsa ehf. en félagið rekur einnig veitingastaðinn Gott og Pítsugerðina. Munu […]

Aðgengismál fatlaðs fólks

Aðgengismál fatlaðs fólks og staðan á framkvæmdum í þeim efnum sem stefnt var að í sumar voru til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku. Í sumar hófst átak í aðgengismálum hjá Vestmannaeyjabæ. Unnið hefur verið í að laga aðgengi m.a. á gatnamótum Höfðavegar/Illugagötu, Kirkjuveg við Vallargötu og Boðaslóð. Átakinu er ekki lokið […]

Margar íbúðir í almenna félagslega íbúðakerfinu óhentugar

Umræður um félagslega íbúðakerfið og drög að nýjum og samþættum reglum um félagslegar íbúðir á vegum Vestmannaeyjabæjar voru meðal þess sem rætt var á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í vikunni. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðu félagslega íbúðakerfisins hjá Vestmannaeyjabæ. Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða 17 almennar íbúðir og 41 íbúðir sem eru ætlaðar […]

Veruleg hækkun á leiguverði til Vestmannaeyjabæjar

Umræður um framtíð Sambýlisins við Vestmannabrautar 58b fóru fram á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í vikunni. Það er Brynja – hússjóður sem á húsnæðið en Brynja er sjálfseignarstofnun og er hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja. Tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að kaupa og byggja leiguíbúðir. Brynja – hússjóður hefur […]

Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna COVID-19

Fjölskyldu- og tómstundaráð fundaði í vikunni. Fyrir ráðinu lágu drög að reglum Vestmannaeyjabæjar um íþrótta- og tómstundastyrki vegna sérstaks framlags ríkissjóðs vegna Covid-19 faraldursins. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytis verður opnað fyrir styrkumsóknir þann 15. nóvember og verður þá samhliða farið í auglýsingaherferð þar sem vakin er athygli á styrknum. Ráðið þakkaði kynninguna og samþykkti umræddar reglur. […]

Auglýst verður leiga á líkamsræktarsalnum

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni var framhald af 4. máli 251. fundar fjölskyldu- og tómstundaráðs frá 29. september 2020. Þar óskaði Líkamsræktarstöðin ehf eftir að framlengja samning um leigu á líkamsræktarsal í Íþróttamiðstöðinni um eitt ár í senn en samningurinn er að renna út um næstu áramót. Ráðið getur ekki orðið við þeirri […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.