Aðgengismál fatlaðs fólks og staðan á framkvæmdum í þeim efnum sem stefnt var að í sumar voru til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku. Í sumar hófst átak í aðgengismálum hjá Vestmannaeyjabæ. Unnið hefur verið í að laga aðgengi m.a. á gatnamótum Höfðavegar/Illugagötu, Kirkjuveg við Vallargötu og Boðaslóð. Átakinu er ekki lokið og verður haldið áfram að laga aðgengi í bænum. Mikilvægt er að nýta tímann vel á meðan átakinu stendur segir í bókun ráðsins og óskar ráðið því eftir tímaramma frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs. Ráðið vill beina þessu máli til samráðshóps um málefni fatlaðs fólks, þar sem gott væri að fá ábendingar um það sem betur mætti fara í aðgengi hjá bænum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst