Samningaviðræður á lokametrunum

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var gerð grein fyrir fundi sem bæjarráð átti ásamt bæjarfulltrúum með samninganefnd Vestmannaeyjabæjar um rekstur Herjólfs. Fulltrúar nefndarinnar hafa fundað stíft og reglulega með Vegagerðinni og eru samningaviðræður á lokametrunum og niðurstöðu að vænta fljótlega um áframhaldandi rekstur Vestmannaeyjabæjar á Herjólfi. Ráðningar að renna út Afar brýnt er að […]
Flug á rúmar 6000 krónur

Air Iceland Connect mun hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja 28. apríl 2021. Frá Reykjavík er flugtíminn aðeins 20 mínútur. Flogið verður tvisvar á dag, fjórum sinnum í viku, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga út september. Flugsæti eru komin í sölu á heimasíðu félagsins og þar er hægur leikur að finna flug aðra leið fyrir 6.225 krónur […]
Mikilvægt að niðurstaða verði ljós á næstu dögum

Samningaviðræður milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs standa enn yfir en málið var til umræðu á fundi Bæjarráðs í gær. Mikilvægt er að niðurstaða þeirra viðræðna verði ljós á allra næstu dögum sérstaklega í ljósi þess að búið er að segja öllum upp störfum hjá útgerðinni sem rekur skipið og taka þær uppsagnir gildi […]
Leitað leiða til að koma af stað áætlunarflugi

Formaður bæjarráðs gerði á fundi bæjarstjórnar í vikunni grein fyrir viðræðum við aðila um flugsamgöngur og samgöngur á sjó. Í sameiginleg bókun bæjarstjórnar segir, “Bæjarstjórn fagnar fréttum þess efnis Air Iceland Connect ætli að hefja flugsamgöngur til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum næsta vor. Í þessu felast mikil tækifæri til kynningar á Vestmannaeyjum sem áfangastað, bæði […]
Isavia frestar ákvörðun um breytt starfsmannahald

Isavia ákveðið að draga boðaðar uppsagnir starfsmanna sinna til baka og fresta ákvörðun um breytt starfsmannahald á vellinum til næsta vors. En öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum var sagt upp störfum í lok síðasta mánaðar. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarráð lýsti ánægju þessi málalok. (meira…)
Air Iceland Connect hefur áætlunarflug til Vestmannaeyja

Fram kom á fundi bæjarráðs í dag að bæjarstjóri hefur átt í samskiptum við fulltrúa flugfélaganna undanfarinn mánuð. Meðal annars Air Iceland Connect um mögulegt áætlunarflug til Vestmannaeyja á markaðsforsendum. Stjórnendur Air Iceland Connect líta á Vestmannaeyjar sem spennandi viðbót við áfangastaði þeirra og hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Eyja næsta vor. Í þessu […]
Öllum starfsmönnum Isavia í Eyjum sagt upp

Öllum starfsmönnum Isavia við flugvöllin í Vestmannaeyjum hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfesti Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavía, í samtali við mbl.is. Flugvöllurinn þjónar þó áfram kennsluflugi, sjúkraflugi og einkaflugi og ljóst að þörf er á einhverjum starfskröftum. „Nú tekur við vinna við að greina starfsemi flugvallarins í samstarfi við starfsmennina,“ segir Guðjón, en umræddir […]
Getur haft kostnaðarsamar og alvarlegar afleiðingar

„Áhrifa flugleysis gætir víða í okkar starfsemi og hjá okkar skjólstæðingum bæði á heilsugæslunni og sjúkradeild,“ Segir Davíð Egilsson yfirlæknir á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum og svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum. Áætlunarflug hefur verið notað til sjúkraflutninga „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er óhagræði fyrir þá fjölmörgu íbúa Vestmannaeyja sem þurfa reglulega meðferð […]
Staða flugsins áhyggjuefni

„Það er auðvitað áhyggjuefni að geta ekki gengið að því að vera með fastar flugferðir til og frá Vestmannaeyjum,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í samtali við Morgunblaðið, um þá ákvörðun flugfélagsins Ernis að hætta flugi til og frá Vestmannaeyjum. Félagið flaug sína síðustu áætlunarferð til Eyja fyrr í septembermánuði. Ástæðan þar að baki […]
Íbúar á landsbyggðinni fá lægri flugfargjöld með Loftbrú

Í dag kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra útspil sitt í flugsamgöngum til landsbyggðarinnar, Loftbrú. Loftbrúin byggir á hinni svokölluðu og margumræddu skosku leið. Loftbrú veitir öllum þeim sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum 40% afslátt af heildarfargjaldi á öllum áætlunarleiðum innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Undir Loftbrú falla Vestfirðir, […]