Air Iceland Connect mun hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja 28. apríl 2021. Frá Reykjavík er flugtíminn aðeins 20 mínútur. Flogið verður tvisvar á dag, fjórum sinnum í viku, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga út september.
Flugsæti eru komin í sölu á heimasíðu félagsins og þar er hægur leikur að finna flug aðra leið fyrir 6.225 krónur inni falið í því gjaldi er sex kílóa handfarangur, hressing um borð, skattar og gjöld. Fargjaldið hækkar um 4000 krónur ef bætt er við farangri allt að 20 kílóum.
Auk þess geta farþegar nýtt sér Loftbrú sem veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Fullur afsláttur er veittur hvort sem valið er afsláttarfargjald eða fullt fargjald. Hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir).
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst