Sigurður Grétar kominn heim

Eyjapeyinn Sigurður Grétar Benónýsson hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV. Siggi lauk námi í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári og er fluttur heim. Hann spilaði með Vestra á síðasta tímabili þar sem hann brá sér í ýmsar stöður í 22 leikjum og skoraði tvö mörk. “Það er mikil ánægja með að hafa fengið […]

Clara komin heim

Unglingalandsliðskonan Clara Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við ÍBV sem gildir út tímabilið 2021. Clara er uppalin í ÍBV en lék með Selfoss á seinustu leiktíð. Þrátt fyrir ungan aldur er Clara reynslumikill leikmaður sem á að baki 76 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 7 mörk. Clara hefur einnig leikið með öllum […]

Kristín Erna snýr aftur

Knattspyrnukonan Kristín Erna Sigurlásdóttir er komin heim. Kristín hefur skrifað undir samning við uppeldisfélag sitt eftir stutt stopp í Reykjavík og mun því spila með ÍBV í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili. Kristín á að baki 136 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 45 mörk. “Við bjóðum Kristínu hjartanlega velkomna heim […]

Gonzalo Zamorano til ÍBV

ÍBV hefur fengið mikinn liðsstyrk fyrir átökin í 1. deildinni næsta sumar en Gonzalo Zamorano hefur gert 2ja ára samning við félagið. Gonzalo lék með Víkingi Ólafsvík í sumar og þótti með betri mönnum deildarinnar þar sem hann skoraði hvert markið á fætur öðru. “Velkominn Gonzi og áfram ÍBV,” segir í tilkynningu frá félaginu. (meira…)

Hanna framlengir við ÍBV

Miðjumaðurinn Hanna Kallmaier hefur framlengt samning sinn við ÍBV fyrir komandi keppnistímabil. Hanna er 26 ára miðjumaður sem spilaði alla 16 leiki ÍBV í Pepsi Max deild kvenna á seinasta keppnistímabili. Hanna átti frábært tímabil og var í lok tímabilsins valin besti leikmaður liðsins. Hanna er mikilvægur hlekkur í ÍBV liðinu, hún er mikill dugnaðarforkur […]

Keppni hætt í fótboltanum

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru (Covid-19), sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi. Íslandsmót Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi […]

Þrír leikmenn yfirgefa ÍBV

Það er orðið ljóst að þrír leikmenn munu ekki klára tímabilið með ÍBV. Liðið siglir lygnan sjó um miðja Lengjudeild og á ekki möguleika á því að fara upp þegar tvær umferðir eru eftir. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Gary Martin og Jack Lambert. Bjarni Ólafur er 38 ára gamall og […]

Keppni haldið áfram í meistaraflokki

Stjórn KSÍ fundaði mánudag og þriðjudaginn 20. október, um stöðu Íslandsmóta í knattspyrnu og bikarkeppni karla og kvenna vegna takmarkana og banns við æfingum og keppni samkvæmt bráðabirgðaákvæði reglugerðar heilbrigðisráðuneytis. Á fundinum var eftirfarandi ákveðið: Að mótum meistaraflokka verði haldið áfram í öllum deildum að því tilskyldu að takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar […]

Öllum knattspyrnu leikjum frestað til og með 19. október

KSÍ hefur tekið þá ákvörðun að fresta öllum leikjum til og með 19. október.  Unnið er að því að finna nýja leikdaga á þá leiki sem frestast og verða frekari upplýsingar birtar um leið og unnt er.  Áður hafði leikjum á vegum KSÍ verið frestað um eina viku.  Ákvörðun KSÍ er tekin vegna almannahagsmuna og […]

Öllu mótahaldi KSÍ frestað um viku

Vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum síðdegis í dag, miðvikudag, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku. Knattspyrnuhreyfingin hefur á síðustu mánuðum leitast við að fylgja reglum og tilmælum heilbrigðisyfirvalda og gripið til sóttvarnaraðgerða til þess að æfingar […]