KFS komnir í 3. deild (myndband)

KFS tryggði sér í dag sæti í 3. deild með 0-1 sigri á Hamri á Grýluvelli í Hveragerði það var Hallgrímur Þórðarson sem skoraði sigurmarkið á 63. mínútu. Öflugt stuðningslið fylgdi KFS til lands og setti svip sinn á leikinn. Myndbönd frá fagnaðarlátunum má sjá hér að neðan. Við fengum Hjalta Kristjánsson guðföður félagsins til […]

Sæti í 3. deild í boði

KFS leikur seinni leik sinn gegn Hamri í Hveragerði í dag kl. 15:30 á Grýluvelli. Fyrri leikurinn fór 1-0 fyrir KFS og má búast við hörkuleik. Liðið sem fer með sigur af hólmi úr rimmunni tryggir sér sæti í úrslitaleik 4. deildar og sæti í 3. deild. Í færslu á facebook síðu liðsins eru stuðningsmenn […]

Verðugt verkefni hjá strákunum

Karla lið ÍBV heimsækir topplið Keflavíkur í dag. Keflvíkingar eru á toppi Lengjudeildarinnar en Eyjaliðið er í fjórða sæti. Leikurinn hefst klukkan 15.45 á Nettóvellinum í Reykjanesbæ. Leikurinn er einnig sýndur á Stöð 2 Sport. (meira…)

KFS-Hamar frestast til sunnudags

Eftir frækinn 6-0 sigur á KFR síðastliðin miðvikudag er komið að alvöru Suðurlandsslag þegar KFS mætir Hamri frá Hveragerð í fyrri leik undanúrslita, en spilað er heima og heiman, og er sæti í 3.deild í boði. Leikurinn er á morgun sunnudag á Hásteinsvelli kl. 14:00. Síðasti leikur var svakaleg skemmtun og höfðu áhorfendur mikið að […]

KFS-KFR á Hásteinsvelli í dag

Lærisveinar Gunnars Heiðars í KFS taka á móti nágrönnum okkar í KFR á Hásteinsvelli kl. 16:00 í dag (miðvikudag). Leikurinn er síðari viðureign í 8-liða úrslitum 4. Deildar. KFR sigraði fyrri leik liðana á Hvolsvelli 2-1. KFS þarf því á sigri að halda til að komast í 4-liða úrslit. Í fréttatilkynningu frá KFS eru Eyjamenn […]

Þórsarar mæta á Hásteinsvöll – áhorfendur boðnir velkomnir

ÍBV tekur á móti Þór frá Akureyri í 17.umferð Lengjudeildar karla í dag. Bæði liðin eru með 26 stig í 4.-5. sæti. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð2 Sport. Eftir samráð við sóttvarnaryfirvöld hefur KSÍ ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjum í öllum flokkum og á öðrum viðburðum á […]

Lokahóf yngri flokka

Lokahóf yngri flokka í fótbolta fóru fram í síðustu viku hjá iðkendum í 4.-8. flokkum. Spilaður var fótbolti og farið í leiki í Herjólfshöllinni, að því loknum voru veittar veitingar og viðurkenningar. Frá þessur er greint á heimasíðu ÍBV. Eftirtaldir hlutu viðurkenningar: 4. flokkur kvenna Efnilegust: Íva Brá Guðmundsdóttir, Birna María Unnarsdóttir Framfarir: Sara Margrét Örlygsdóttir […]

Ísfélagið býður á völlinn

ÍBV mætir Leikni frá Fáskrúðsfirði klukkan 16:30 á Hásteinsvelli í dag. Leiknismenn sitja í næst neðsta sæti Lengjudeildarinnar með 11 stig en ÍBV er í fjórða sæti með 25 stig. Ísfélag Vestmannaeyja býður á völlinn og hvetur bæjarbúa til að mæta á völlinn og styðja sitt lið. (meira…)

Sex stiga leikur á Hásteinsvelli

Klukkan 14:00 í dag mætast á Hásteinsvelli lið ÍBV og Keflavíkur. Liðin eru í harðir toppbaráttu Lengjudeildarinnar. Keflavík eru í öðru sæti deildarinnar en ÍBV í því fjórða og því ljóst að um mikilvægan leik er að ræða fyrir heimamenn ætli þeir sér aftur upp í deild þeirra bestu næsta sumar. (meira…)

ÍBV mætir FH í Mjólkurbikar karla

Í gær var dregið í undanúrslit í Mjólkurbikars karla og kvenna. Karlalið ÍBV var í pottinum og dróst á móti FH. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 3. september tillögu frá mótanefnd sem heimilar að undanúrslit í Mjólkurbikar séu leikin á hlutlausum völlum þar sem eru flóðljós. Undanúrslit Mjólkurbikars kvenna fara fram sunnudaginn 1. nóvember […]