Mikilvægt stig í Grafarvoginum

Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Það var mikið fjör í Grafarvoginum þegar ÍBV mætti Fjölni í Pepsi-deild karla í dag. Leikurinn fór rólega af stað en fljótlega tóku Fjölnis menn völdin. Það var svo Birnir Snær Ingason sem kom Fjölni yfir á 38. mínútu með skoti rétt fyrir utan vítateig Eyjamanna. Eyjamenn voru óheppnir að ná ekki að jafna tveimur […]

KFS tyllir sér á toppinn

KFS tók á móti Alafossi á Þórsvellinum í dag, laugardag kl. 16.00 í toppbáráttunni í C riðli 4. deildar karla. Fyrri leikur liðanna endaði með óvæntum sigri Álafossar en Eyjamenn voru ekki á þeim buxunum í dag. KFS skoraði fyrsta mark leiksins á 37. mínútu og var þar á ferðinni Daníel Már Sigmarsson sem skoraði […]

Eyjamenn dottnir úr leik í Evrópudeildinni

Eyjamenn eru dottnir úr leik í Evrópudeild UEFA eftir 2-0 tap gegn Sarpsborg 08 í seinni leik liðanna út í Sarpsborg. Fyrri leikurinn fór 0-4 og sigraði því Sarpssborg samtals 0-6 í einvíginu. ÍBV gerði tvær breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn í dag. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Yvan Erichot komu út fyrir Sigurð Arnar […]

Ærið verkefni bíður ÍBV í Sarpsborg

Í dag kl. 17.00 á íslenskum tíma fer fram síðari leikur ÍBV í viðureigninni gegn Sarpsborg 08 í Evrópudeild UEFA. Leikurinn fer fram á Sarpsborg stadion í Noregi. Sarpsborg 08 sigraði fyrri leikinn með fjórum mörkum gegn engu og eru því í góðri stöðu fyrir leikinn í dag. Til sigra í viðureigninni þarf ÍBV að […]

Fara út og spila fyrir ÍBV og bara njóta

Eyjamenn eru eðlilega vonsviknir eftir slæma útreið í evrópuleiknum á Hásteinsvelli í gær. „Þetta er of stórt. Þetta er ekki svona mikill munur á þessum liðum. Ég talaði við nokkra í liðinu þeirra fyrir leik og þeir voru skíthræddir að koma hingað. Við ákváðum það að mæta þeim hérna í byrjun og pressa vel á þeim,”  […]

Evrópudraumurinn svo gott sem úti

ÍBV steinlá gegn Sarpsborg08 á Hásteinsvelli í kvöld í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þrátt fyrir að Norðmennirnir hafi verið meira með boltann. Áttu Eyjamenn nokkur ágætis færi og voru óheppnir að skora ekki. Í síðari hálfleik snerist leikurinn algerlega gestunum í hag og skoraði Rashad Muhammed […]

Baráttusigur ÍBV kvenna 

Í kvöld tóku Eyjastúlkur á móti nágrönnum sínum frá Selfossi í leik í Pepsideildinni. Selfoss stúlkur byrjuðu leikinn betur en þær misstu heldur dampinn við mark ÍBV á 39. Mínútu. En mark Eyjakvenna skoraði Sigríður Lára Garðarsdóttir með skalla eftir bakfallsspyrnu frá Shameeku Fishley. „Mér fannst við sterk­ari í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik settu þær mikla pressu á okk­ur […]