Heimir mætir Mexíkó í undanúrslitum

Karlalandslið Jamaíka í fótbolta sem Heimir Hallgrímsson stýrir mætir Mexíkó í undanúrslitum Gullbikarsins í Norður- og Mið-Ameríku í fótbolta á morgun. Jamaíka vann Gvatemala, 1:0, í átta liða úrslitunum. Það var Amari’i Bell, leikmaður Luton í ensku úrvalsdeildinni sem skoraði sigurmarkið. á 51. mínútu eftir sendingu frá Demarai Gray, leikmanni enska liðsins Everton. Í nýjasta […]
Norðanmenn mæta á Hásteinsvöll

Þrír leikir fara fram í Bestu deildinni í kvöld. Þrjú neðstu lið deildarinnar verða í eldlínunni. ÍBV er í næst neðsta sæti deildarinnar en liðið fær KA í heimsókn í fyrsta leik dagsins. ÍBV getur lyft sér upp um þrjú sæti með sigri en þá getur KA fallið úr efri hlutanum. miðvikudagur 28. júní Besta-deild […]
Mæta spútník liðinu í dag

Það er heil umferð í Bestu deild kvenna í kvöld. Spútník lið deildarinnar, FH, fær ÍBV í heimsókn en FH hefur unnið þrjá sterka sigra í röð og er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Lið FH er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar en ÍBV í því níunda og næst neðsta en bæði lið hafa leikið […]
Stelpurnar fá toppliðið í heimsókn

Tveir leikir eru á dagskrá í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag en topplið Þróttar heimsækir ÍBV á Hásteinsvöll. Þróttarar hafa unnið tvo og gert eitt jafntefli í deildinni en ÍBV hefur tapað tveimur og unnið einn. Þór/KA og Breiðabliks mætast þá á Þórsvelli. Bæði lið eru með 6 stig í deildinni. Leikir dagsins: […]
Víkingar mæta á Hásteinsvöll

Sjötta umferð Bestu deildar karla klárast í kvöld með fjórum leikjum. Fjörið hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvelli þegar Eyjamenn taka á móti Víkingum. Víkingar hafa leikið gríðarlega vel í upphafi tímabils og hafa sigrað alla fimm leiki sína í deildinni. Eyjamenn hafa hins vegar sigrað tvo af fimm leikjum sínum á tímablinu. (meira…)
Marinella Panayiotou til ÍBV

Kýpverska knattspyrnukonan Marinella Panayiotou hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið 2023. Marinella hefur leikið víða í Evrópu en flesta leiki á hún á Kýpur þar sem hún hefur leikið með tveimur liðum og skorað samtals 125 mörk í 117 leikjum. Síðast var Marinella á samningi hjá ítalska liðinu ACF Arezzo en áður hjá […]
ÍBV að þétta raðirnar í fótboltanum

Þeir Dwayne Atkinson og Richard King eru gengnir í raðir ÍBV frá þessu er greint á vefnum forbolti.net. Báðir koma þeir frá heimalandinu Jamaíku. Þeir skrifa undir samninga út tímabilið og er ÍBV með möguleika á að framlengja þá samninga. King er 21 árs gamall varnarmaður sem hefur leikið ellefu landsleiki (samkvæmt Transfermarkt) fyrir Jamaíku […]
Fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum

Það er komið að fyrsta heimaleik sumarsins í fótboltanum. Blikar koma í heimsókn í dag á Hásteinsvöll klukkan 16:00 og má búast við spennandi leik. Fram kemur í tilkynningu frá ÍBV að grillið verður á sínum stað fyrir leik og eru Eyjamenn hvattir til að mæta og styðja ÍBV til sigurs! (meira…)
ÍBV bætir við sig markmanni

Markvörðurinn Valentina Bonaiuto hefur gengið til liðs við ÍBV en hún hefur leikið með Clayton State háskólanum um nokkurra ára skeið. Þessi 24 ára markvörður sem er frá Venesúela hefur verið viðloðandi landsliðið þeirra og kemur til með að styðja við Guðnýju Geirsdóttur markvörð ÍBV. Hún hefur nú þegar hafið æfingar með liðinu og kann […]
ÍBV spáð 8. sæti

Íslandsmeisturum Breiðabliks er spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. Keflavík og HK er spáð falli. ÍBV er spáð 8. sæti deildarinnar en spáin var opinberuð á kynningarfundi Bestu deildarinnar í höfuðstöðvum Vodafone í dag. Keppni í Bestu deildinni hefst með heilli umferð annan í páskum, […]