TM mótið

TM mótið í knattspyrnu er árlegur viðburður í Íþróttalífi Eyjanna og sannkölluð rós í hnappagat ÍBV. Mótið er haldið fyrir 5. flokk kvenna og var fyrst haldið árið 1990. Dagskrá mótsins hefst strax í kvöld með fundi fyrir þjálfara, en keppni hefst í fyrramálið. Búast má við miklu lífi í bænum í kringum mótið, enda […]
Góður ÍBV sigur í dag

Sannkölluð markaveisla í skemmtilegum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Allt í boði Eyjakvenna og uppskáru þær góðan 3-2 sigur á liði Keflavíkur. Mörk ÍBV skoruðu Sandra Voitane á 24. mínútu, Olga Sevcoca á 31. mínútu og Kristín Erna Sigurlásdóttir á 55. mínútu. (meira…)
Klaufalegt, en við lærum

Hermann Hreiðarsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta, hefur fengið erfiða byrjun á tímabilinu. Okkur lá forvitni á að vita hvað okkar eini sanni Hemmi Hreiðars hefði að segja um ástæður þess og framtíðarsýnina. Hemmi er í einlægu viðtali í næsta blaði Eyjafrétta, einnig fengum við reynsluboltann, hana Margréti Láru til að fara yfir stöðuna. Næsta […]
Valur í vandræðum með ÍBV

Litlu munaði að ÍBV stelpurnar hefðu betur í leiknum í dag á móti Val. Sandra Voitane kom ÍBV yfir á 48. mínútu og Valskonur jöfnuðu ekki fyrr en í uppbótartíma. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fyrir Val. Lið ÍBV er nú í 6. sæti deildarinnar, einungis fimm stigum á eftir Val sem er á toppnum. Tölfræði […]
Ekki komnir á beinu brautina

Karlalið ÍBV í knattspyrnu náði sér ekki á strik í leiknum gegn Stjörnunni í dag. Leiknum lauk með 1-0 sigri Stjörnunnar, en markið kom á 60. mínútu. Leikmaður ÍBV, Elwis Bwomono var í banni í dag eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik gegn ÍA og Atli Hrafn hjá ÍBV fékk rautt spjald […]
Konurnar áfram í Mjólkurbikarnum

ÍBV-konur eru á fljúgandi siglingu þessa dagana. Eru í fjórða til fimmta sæti Bestudeildarinnar með tíu stig ásamt Stjörnunni eftir sex umferðir. Unnu Breiðablik úti í fimmtu umferð, 0:1 og Þór/KA heima, 4:3 í þeirri sjöttu. Þá eru þær komnar áfram í Mjólkurbikarnum eftir 0:2-sigur á útivelli gegn Keflavík í dag. Fyrra markið var sjálfsmark […]
ÍBV spilar í fótboltanum í dag

Kvennalið íBV í knattspyrnu spilar í dag leik í bikarkeppni við lið Keflavíkur á HS Orkuvellinum, en leikurinn hófst kl. 15:00. ÍBV situr nú í 5. sæti í Bestu deild kvenna og má segja að skemmtileg orka sé í kringum liðið í ár. Lið Keflavíkur er í 7. sæti. Karlalið ÍBV í knattspyrnu spilar deildarleik […]
Stelpurnar á leið í Kópavoginn í dag

Kvennalið ÍBV í fótbolta mætir Breiðablik í Kópavogi kl. 18.00 í dag. Liðið situr nú í 7.sæti Bestu deildarinnar með 4 stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur skorað 4 mörk og fengið á sig 4. Með sigri gæti liðið híft sig upp um 1-2 sæti en hins vegar mun Breiðablik ná toppsætinu nái þær að […]
ÍBV semur við varnarmann

Knattspyrnukonan Jessika Pedersen hefur skrifað undir samning við ÍBV og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna í sumar. Jessika er 28 ára og getur leikið allar stöður í varnarlínunni, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Jessika lék síðast hjá IFK Kalmar en liðið leikur í efstu deild í Svíþjóð. Hún […]
Fyrsti heimaleikurinn í Bestu deildinni hjá stelpunum

Það er komið að fyrsta leik sumarsins hjá stelpunum í Bestu deildinni. Fjörið hefst á því að Stjarnan kemur í heimsókn á Hásteinsvöll í dag og verður flautað til leiks klukkan 18.00. Liðið hefur eins og oft áður gengið í gegnum töluverðar breytingar milli ára og hæst ber að Jonathan Glenn hefur tekið við þjálfun […]