Fyrsti heimaleikur karlaliðs ÍBV í Bestu deildinni

Fyrsti heimaleikur karlaliðs ÍBV í Bestu deildinni er í dag þegar KA menn koma í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 14 og fram kemur í tilkynningu frá ÍBV að sjálfsögðu verður grill fyrir leik og í hálfleik. Áhugasamir geta kíkt við í Týsheimilið fyrir leik og tryggt sér árskort sem gildir á alla deildarleiki mfl karla […]
ÍBV fær rúmenskan landsliðsmarkvörð

ÍBV er búið að krækja í Lavinia Boanda, landsliðsmarkvörð Rúmeníu í fótbolta. Þetta er fullyrt á vefnum fotbolti.net. Hin 28 ára gamla Lavinia gengur til liðs við ÍBV frá Olimpija Cluj í Rúmeníu. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var aðalmarkvörður ÍBV á síðustu leiktíð en hún er farin aftur til Vals. ÍBV leikur í Bestu deildinni í […]
Spá að ÍBV haldi sæti sínu í deild þeirra bestu

Íslandsmótið í fótbolta karla, Besta deildin, fer af stað á mánudaginn kemur. Hin árlega spá forráðamanna efstu deildar karla í fótbolta var birt í hádeginu. Íslands- og bikarmeisturum síðustu leiktíða, Víkingum, er spáð titlinum aftur í ár. Breiðablik er spáð öðru sæti, en mjög naumt var á mununum. ÍBV er spáð 10. sæti deildarinnar og […]
Vestmannaeyjabær afhendir ÍBV nýja leikmannaaðstöðu við Hásteinsvöll til afnota

Nýir búningsklefar og önnur aðstaða leikmanna og starfsfólks knattspyrnuleikja í áhorfendastúkunni við Hásteinsvöll, verður til sýnis í dag föstudaginn 8. apríl frá kl. 16:00-18:00. Með nýju húsnæði fyrir knattspyrnulið, leikmenn og starfsfólk, verður liðsaðstaðan öll til fyrirmyndar, með nútímalegum aðbúnaði og horft til framtíðar. Í nýrri aðstöðu eru m.a. rúmgóðir búningslefar, góð sturtuaðstaða, heitir pottar, […]
Marc Wilson til ÍBV

Marc Wilson er kominn með félagaskipti til ÍBV og gæti spilað með liðinu í sumar. Wilson lék með Þrótti Vogum í fyrra og eltir Hermann Hreiðarsson, þjálfara ÍBV, til Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í frétt á vefnum fotbolti.net „Hann kom til landsins á fimmtudaginn og tók létta æfingu með okkur í dag. Mér sýnist hann […]
Karlakvöld, konukvöld og ball

Hið árlega karlakvöld verður haldið þann 1. apríl og verður veislustjóri hinn eini sanni Gummi Ben. Þá mun Maggi í Stuðlabandinu vera með tónlistaratriði og ræðumaður kvöldsins verður enginn annar er bjargvætturinn Martin Eyjólfsson. Einnig verða lið ÍBV fyrir sumarið kynnt með pompi og prakt. Leynigestur mun einnig kíkja á svæðið. Boðið verður upp á […]
Reynsluboltar skrifa undir

“Það er með mikilli ánægju sem ÍBV tilkynnir að þær Kristín Erna Sigurlásdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir hafa skrifað undir samninga við félagið”, þetta kemur fram í tilkynningu sem ÍBV sendi frá sér í dag. Kristín og Þórhildur hafa báðar alist upp innan félagsins en þær hafa einnig leikið fjölmarga leiki fyrir meistaraflokk kvenna hjá ÍBV. […]
Jón Jökull og Róbert Aron framlengja við ÍBV

Knattspyrnumennirnir Jón Jökull Hjaltason og Róbert Aron Eysteinsson hafa ákveðið að framlengja samninga sína við félagið til næstu tveggja ára. Róbert Aron er uppalinn í Vestmannaeyjum þar sem hann hefur spilað með öllum flokkum félagsins en Jón Jökull er að hluta uppalinn hjá félaginu. Róbert, sem er 22 ára miðjumaður, hefur spilað 61 leik fyrir […]
Tómas og Eyþór framlengja við ÍBV

Eyþór Orri Ómarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Eyþór hefur leikið 35 leiki fyrir félagið og skorað í þeim eitt mark. Á síðasta tímabili var Eyþór lánaður í KFS þar sem hann spilaði 7 leiki og skoraði í þeim 3 mörk. Tómas Bent Magnússon hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV. […]
Ungir leikmenn framlengja við ÍBV

“Við kynnum með ánægju að þeir Arnar Breki Gunnarsson, Björgvin Geir Björgvinsson og Sigurnýjas Magnússon hafi framlengt við ÍBV til næstu tveggja ára. Allir eru þeir fæddir 2002 og glæddu sumarið sem leið lífi hér á Eyjunni,” segir í tilkynningu frá ÍBV. Arnar Breki lék 19 leiki með KFS í 3. deildinni og skoraði í […]