Spjaldtölvuinnleiðing í GRV

Stefnumótun í spjaldtölvuinnleiðingu Grunnskóla Vestmannaeyja var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Fræðslufulltrúi kynnti stefnu GRV um spjaldtölvuinnleiðingu 2020-2023 en hún er unnin af stýrihópi sem fræðsluráð setti saman til að leiða innleiðinguna. Stefnan inniheldur framtíðarsýn í tölvumálum GRV, stefnu, markmið, aðgerða- og framkvæmdaáætlun, áætlun um árangursmælingar, hlutverk, ábyrgð og skyldur þeirra sem koma […]

Tafir á nýbyggingu við Hamarsskóla

Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu mála varðandi nýbyggingu við Hamarsskóla á fundi fræðsluráðs í gær. Fram kom að framganga málsins hefur tafist og sú tímalína framkvæmda sem gengið var út frá seinkað. Vinna þarf betur í frumgreiningu áður en málið fer á hönnunarstig. Ný tímalína verður lögð fram um leið og fyrir liggur […]

Foreldrar ánægðir með sumarlokun en starfsmenn ekki sáttir

Fræðslufulltrúi kynnti niðurstöður úr ánægjukönnun meðal foreldra og starfsmanna leikskóla varðandi sumarlokun leikskólanna og sumarleyfi á fundi fræðsluráðs í gær. Svarhlutfall var u.þ.b. 51,2% í heildina. Svarhlutfall foreldra var 45,6% en starfsmanna 22,4% 53% þeirra sem svöruðu könnuninni voru ánægð með fyrirkomulag á sumarlokun og sumarleyfi, 13% voru hlutlaus en 34% óánægð. Lokunartíminn hentaði 59% […]

Hvatningaverðlaun fræðsluráðs afhent í fyrsta skiptið

Hvatningaverðlaun fræðsluráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Einarsstofu í gær 17. júní. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru afhent en með markmiðið með þeim er að vekja athygli á því sem vel er gert í fræðslustarfi. Verðlaunin eru hrós fyrir framúrskarandi vinnu og staðfesting á að verðlaunahafi er fyrirmynd á því […]

Móttökuáætlun leikskóla fyrir börn með fleiri en eitt tungumál

Móttökuáætlun leikskóla fyrir börn með fleiri en eitt tungumál lögð fram til kynningar á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Skólaskrifstofan hefur, í samvinnu við stjórnendur leikskóla, unnið að móttökuáætlun fyrir börn með fleiri en eitt tungumál en það eru börn sem hafa fæðst í öðru landi, eiga foreldra af erlendum uppruna og/eða dvalist langdvölum í […]

Einstakt tækifæri fyrir GRV

Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við HR og Háskólann í Þrándheimi, hefur óskað eftir samstarfi við GRV og Vestmannaeyjabæ um að framkvæma viðamikla menntarannsókn til 12 ára. Þetta yrði samanburðarrannsókn við skóla í öðrum landshluta og henni fylgja breyttar áherslur í námi nemenda sem og breyttir kennsluhættir. Miðað væri við að byrja rannsóknina strax […]

Níundi bekkur undir landsmeðaltali í ensku og stærðfræði

Skólastjóri GRV fór yfir niðurstöður samræmdra prófa í 9. bekk sem fram fóru í mars sl. á fundi fræðsluráðs í vikunni. Nemendur þreyttu próf í íslensku, stærðfræði og ensku og var skólinn á pari við landsmeðaltal í íslensku en undir í ensku og stærðfræði. Sami árgangur var rétt yfir landsmeðaltali í íslensku og stærðfræði í […]

Frístund færist í Hamarsskóla

Stefnt er að því að flytja frístundaver úr Þórsheimili í Hamarsskóla í haust. Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð fræðsluráðs. Frístundaverið mun hafa aðstöðu á neðri hæð í vesturálmu skólans og aðgang að annarri aðstöðu innan skólans. Þetta er sú aðstaða sem frístund kemur til með að hafa áfram eftir að viðbyggingu lýkur og því […]

Tilnefning til Hvatningarverðlauna fræðsluráðs 2020

Fræðsluráð Vestmannaeyja efnir nú í fyrsta skipti til hvatningarverðlauna fyrir einstaka kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskóla, Tónlistarskóla Vm. og Frístundaveri. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Allir sem vilja geta sent inn ábendingar um áhugaverð þróunar- og nýbreytniverkefni sem unnin hafa verið á yfirstandandi […]

Starfsfólki og foreldrum ber að þakka fyrir jákvæðni, þolinmæði og þrautseigju á þessum erfiðu tímum

Viðbrögð vegna veiruógnunar voru rædd á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Þar var farið yfir stöðuna í GRV, leikskólunum, tónlistarskóla, frístundaveri og hjá dagforeldrum. Fræðslufulltrúi lagði fram minnisblað um starfið í fræðslu- og uppeldisgeiranum frá því samkomubann hófst þann 15. mars sl. Nemendur GRV mættu í skólann í fjórar kennslustundir á dag fyrstu vikuna. Mæting […]