Sex verkefni hljóta styrk úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla

Í febrúar auglýsti fræðsluráð eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla en markmiðið með honum að styðja við þróunar- og nýsköpunarstarf leik- og grunnskóla. Fræðsluráð samþykkti síðan á 328. fundi ráðsins þann 31. mars sl. að veita styrki fyrir sex metnaðarfull og áhugaverð verkefni en heildarupphæð sem veitt er úr sjóðnum þetta árið […]
Sex umsóknir í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla

Fræðsluráð fundaði í gær og voru afgreiddar umsóknir í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla 2020. Fram kom í niðurstöðu ráðsins að alls bárust umsókir fyrir sex verkefni í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla 2020. Um er að ræða metnaðarfull og áhugaverð verkefni, fjögur frá kennurum í GRV og tvö frá leikskólakennurum í samstarfi við Sóla. Fræðsluráð hefur […]
Fræðsluráð skipaði í starfshóp

Framtíðarsýn og áherslur í menntamálum var til umræðu í fræðsluráði í síustu viku. Þar var meðal annars rædd skipan í faghóp sem hefur það verkefni að stýra vinnu við gerð nýrrar framtíðarsýnar. Framhald af 3. máli 325. fundar fræðsluráðs frá 15. janúar sl. Niðurstaða fræðsluráðs var eftirfarandi. Fræðsluráð leggur ríka áherslu á vandaða vinnu og […]
Ánægja með þjónustu dagforeldra í Eyjum

Dagvistun í heimahúsum var til umræðu í fræðsluráði í síðustu viku en gerð var viðhorfskönnunar meðal foreldra sem nýttu þjónustu dagforeldra árið 2019. Niðurstaðan var kynnt á fundinum. Könnunin var send út á rafrænu formi til foreldra 29 barna sem nýttu þjónustu dagforeldra og svöruðu 16 foreldrar könnuninni eða um 55% Spurt var um ánægju […]
Framtíðarsýn og áherslur í menntamálum

Fræðsluráð fundaði á miðvikudag þar fóru fram umræður um skipun faghóps sem mun stýra vinnu við gerð nýrrar framtíðarsýnar í menntamálum. Í niðurstaða ráðsins kemur fram að núverandi framtíðarsýn í menntamálum rennur út á árinu. Rætt var um nýja framtíðarsýn og þá þætti sem leggja ætti áherslu á, þ.e. læsi, stærðfræði, snemmtæka íhlutun og tæknimennt. […]
Nýbygging við Hamarsskóla tilbúin haustið 2022

Nýbygging við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær þar gerði Ólafur Þór Snorrason grein fyrir drögum að hugsanlegri tímalínu verkefnisins. Skipa faghóp Í niðurstöð málsins þakkar fræðsluráð framkvæmdastjórum fjölskyldu- og fræðslusviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs fyrir. Ráðið samþykkir drög að tímalínu og leggur áherslu á að bygging verði tilbúin fyrir skólaárið 2022-2023. […]
Niðurgreiðslur hækka, heimgreiðslur hætta

Á fundi fræðsluráð í gær miðvikudag lagði framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fram tillögur að breytingum varðandi niðurgreiðslur til dagforeldra sem og breytingu varðandi heimagreiðslur. Lagt var til að niðurgreiðslur til foreldra á dagforeldrgreiðslum hækki verulega sem og leikfangastyrkur til dagforeldra. „Vegna þess hve mörg laus pláss eru hjá dagforeldrum og aukning á leikskólaplássum hjá Vestmannaeyjabæ […]
Launað starfsnám kennaranema

Ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert með sér samkomulag um aðgerðir til að fjölga réttindakennurum í leik- og grunnskóla. Þetta kom fram á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar síðast liðinn miðvikudag. Í Vestmannaeyjum er staða réttindakennara við grunnskólann í góðum málum en í leikskólum bæjarins er hlutfall réttindakennara enn lágt eða 30-35%. Eitt af aðgerðum til […]
Breytingar vegna fækkunar barna

Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri á Kirkjugerði, fór yfir áætlaðar skipulagsbreytingar á leikskólanum á fundi fræðsluráðs í vikunni. Breytingarnar eru vegna verulegrar fækkunar barna næsta haust. „Deildum verður fækkað úr fimm í fjórar en fimmta deildin verður nýtt sem sameiginlegt rými fyrir aðrar deildir. Þetta þýðir einnig breytingar á starfsmannahópi og þá verður ráðinn verkefnastjóri tímabundið í stað […]
Aðeins heimgreiðslur með börnum á biðlista

Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar tók fyrir reglur um heimgreiðslur á 315. fundi sínum síðast liðinn þriðjudag. Í reglum Vestmannaeyjabæjar um heimgreiðslur er tiltekið að forráðamenn fá heimgreiðslur með barni frá 9 mánaða aldri og þar til samþykki fyrir niðurgreiðslum hjá dagforeldri liggur fyrir eða barn hefur fengið boð um vistun í leikskóla. Gerðar verða breytingar á reglunum […]