Þrjár rafhleðslustöðvar á Básaskersbryggju

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja, sl. þriðjudag, lág fyrir beiðni um heimild til handa Herjólfi ohf til að sérmerkja þrjú bílastæði á Básaskersbryggju þar sem setja á upp rafhleðslubúnað fyrir rafbíla. Jafnframt er óskað eftir því að komast í rafmagn þar sem settur verður upp sér gjaldmælir. „Óskað er eftir að þessi staðsetning verði […]

Útvegsbændur hafa áhyggjur af dýpi innan hafnar

Útvegsbændur í Vestmannaeyjum hafa talsverðar áhyggjur af því að dýpi hafnarinnar sé ekki nægjanlegt. Þetta kom fram í bréfi sem þeir sendu til framkvæmda- og hafnarráðs og tekið var fyrir á fundi í gær. „Stór skip með mikla djúpristu eiga oft í talsverðum vandamálum með að athafna sig í höfninni vegna þess að dýpið er […]

Leggja til að fresta ráðningu nýs hafnarstjóra

20200409 114314

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær var sex mánaða rekstaryfirlit Vestmannaeyjahafnar meðal annars rætt. Á fundi ráðsins þann 14. júlí lýsti ráðið yfir miklum áhyggjum af rekstarlegri stöðu hafnarinnar. Var framkvæmdarstjóra þá í samráði við formann ráðsins falið að leggja fram tillögur til að mæta tekjubresti. Kynnti hann þessar hugmyndir á fundi ráðsins […]

Bygging slökkvistöðvar á áætlun

Framvinduskýrsla vegna  að Heiðarvegi 14 var lögð fyrir framkvæmda og hafnarráð í vikunni þar kemur fram að verkið er á áætlun og gengur vel. Búið er að fylla upp og slétta jarðveg austan og vestan við slökkvistöð verið er að vinna í jarðvegsskiptum framan við þjónustumiðstöð vegna stigahúss, plans og veggja en þar er mikið […]

Löndunarkrani á Edinborgarbryggju kostar um 10 milljónir

Löndunarkrani á Edinborgarbryggju var til umræðu á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Fyrir liggur að kostnaður við nýjan löndunarkrana á Edinborgarbryggju mun vera um 10 milljónir með uppsetningu. Í ljósi aðstæðna ákvað ráðið að endurnýjun á löndunarkrana við Edinborgarbryggju yrði tekin inn í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. (meira…)

Áhyggjur af rekstrarlegri stöðu Vestmannaeyjahafnar

20200409 114314

Sex mánaða rekstraryfirlit Vestmannaeyjahafnar. Var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarrás í gær. Tekjur Vestmannaeyjahafnar fyrstu 6 mánuði ársins eru 178 milljónir en rekstrargjöld utan fjármagnsliða 186 milljónir. Áætlun ársins 2020 gerði ráð fyrir að tekjur á tímabilinu yrðu 220 milljónir og gjöld um 180 milljónir. Ljóst er að tekjur eru verulega undir væntingum […]

Löndunarkraninn á Edinborgarbryggju ónýtur

Fram kom á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni að löndunarkrani sem stóð á Edinborgarbyrggu hefur verið dæmdur ónýtur og verið fjarlægður. Framkvæmdastjóri kynnti að kostnaður við kaup á nýjum krana geti verið allt að 7,5 milljónir auk uppsetningar. Niðurstaða ráðsins var að fela framkvæmdastjóra að afla tilboða í nýjan krana. (meira…)

Fjórar milljónir í umferðaljós

Umferðarljós á gatnamótum Heiðarvegar og Strandvegar voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Framkvæmdastjóri greindi frá innkaupum á nýjum umferðarljósum á gatnamótum Heiðarvegar/Strandvegar en áætlaður kostnaður Vestmannaeyjabæjar er um 4 milljónir, en gert var ráð fyrir upphæðinni í fjárhagsáætlun ársins 2020. Verkið er unnið í samstarfi Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar. (meira…)

50 milljónir að koma Blátindi í sýningahæft ástand

Blátindur VE 21 var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Framkvæmdastjóri greindi frá samskiptum við kunnáttumenn í endurbyggingu tréskipa vegna hugsanlegra viðgerða á Blátindi VE. Fram hefur komið eftir skoðun að talið er að kostnaður við að gera bátinn sjóklárann sé ekki undir 80-100 milljónum króna. Að koma bátnum í sýningahæft ástand […]

Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar

Umræða um framtíðarskipulag Vestmannaeyjahafnar fór fram á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Ráðið átti fund með fulltrúum siglingasviðs Vegagerðarinnar varðandi möguleika Vestmannaeyjahafnar til að taka við stærri skipum. Skoðaðir verða nokkrir möguleikar varðandi framtíðarskipulag. Ráðið bendir á að skv. gildandi Aðalskipulagi sem samþykkt var árið 2018 er gert ráð fyrir stórskipakanti norðan Eiðis og […]