Afkoma Vestmannaeyjahafnar jákvæð um 146 milljónir

Ársreikningur Vestmannaeyjahafnar 2019 var til umræðu á síðasta fundi framkvæmda og hafnarráðs. Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2019. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 487 millj.kr.og afkoma ársins var jákvæð sem nam 146 millj.kr. Heildarskuldir að meðtöldum lífeyrsskuldbindingum námu í árslok 199 millj.kr Niðurstaða Ráðið samþykkir fyrirliggjandi ársreikning og vísar honum til síðari […]
Við erum öll mengunarvarnir

Mengunarvarnaáætlun Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær þar kom fram að reglulega berast fréttir af fugladauða í fjörum í kringum Vestmannaeyjar. Forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum segir í grein á vefmiðlum að olían eigi að einhverjum hluta uppruna sinn innan hafnar en að vandamálið sé stærra. Framkvæmdastjóri hefur fundað tvisvar […]
Verulegur tekjumissir fyrir höfnina

Komur farþegaskipa árið 2020 voru til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær. Framkvæmdastjóri fór yfir bókanir vegna farþegaskipa árið 2020. Fram kom að bókaðar voru 83 komur en vegna ástandsins í heiminum hafa þegar 19 komur verið afbókaðar og tekur fjöldinn breytingum svo til daglega. Ljóst er að tekjumissir hafnarinnar verður verulegur ef […]
Stærð hafnarinnar hamlar skipakomum til Vestmannaeyja

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði í gær þar sem framkvæmdastjóri greindi frá erindi Vestmannaeyjahafnar til Vegagerðarinnar vegna framtíðarþróunar hafnarinnar en þar kemur fram að þróun flutningaskipa og farþegaskipa hefur verið þannig að stærð og athafnasvæði hafnarinnar er farið að hamla komum skipa til Vestmannaeyja. Farið var fram á samstarf með Vegagerðinni til að meta framtíðarmöguleika […]
Skóflustunga tekin að nýrri slökkvistöð

Í hádeginu í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri slökkvistöð að Heiðarvegi 14. Um er að ræða byggingu nýrrar slökkvistöðvar og breytingar á aðstöðu Þjónustumiðstöðvar að Heiðarvegi 14. Heildarstærð viðbyggingar er 635 m2 og endurbætur á eldra húsnæði um 280 m2. Það er byggingarverktakinn 2Þ ehf sem annast verkið en áætlað er að hefja […]
Hvað á að gera við Blátind?

Fundur framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja fór fram í gær en þar var Blátindur VE meðal annars til umræðu. En þann 5. mars síðastliðinn var Blátind komið á þurrt í upptökumannvirkjum Vestmannaeyjahafnar, en skipið losnaði af stæði sínu við Skansinn í aftakaveðri 14. febrúar. Báturinn sökk síðan við Skipalyftubryggjuna. Köfununarþjónustan GELP sá um að koma lyftibelgjum […]
Vilja ráða stjórnanda við Höfnina vegna mikilla framkvæmda hjá Vestmannaeyjabæ

Skipurit Vestmannaeyjahafnar var til umræðu í framkvæmda- og hafnarráði á þriðjudag. Starfshópur sem skipaður var á 236. fundi framkvæmda- og hafnarráðs skilaði minnisblaði um skipulag Vestmannaeyjahafnar þar sem fram koma hugmyndir að breyttu skipulag á starfsemi hafnarinnar. Tvær hugmyndir eru lagðar fram, annars vegar að ráðinn verði sérstakur hafnarstjóri sem heyrir beint undir bæjarstjóra eða […]
Vestmannaeyjahöfn gerir kauptilboð í Skildingaveg 4

Á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs í gær, þriðjudaginn 18. febrúar, var samþykkt að gera kauptilboð í húseignina Skildingavegur 4. Tilboðsfjárhæð er 30 milljónir króna. Ráðið óskar eftir því við bæjarráð að veitt verði fjárveiting sem mætt verði með eigin fé Vestmannaeyjahafnar. Um er að ræða veiðafærakróna sem stendur vestan Skallabóls. Ólafur Snorrason, framkvæmdarstjóri Framkvæmda- og […]
Veðurathuganir á Eiði kosta milli 50 og 60 milljónir

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni var til umræðu minnisblað frá Eflu verkfræðistofu vegna veðurathugana í tengslum við hugsanlegan stórskipakant við Eiði. Fram kemur í minnisblaðinu að töluveða rannsóknir þurfa að eiga sér stað áður en niðurstaða liggur fyrir. Siglingastofnun, nú Vegagerðin, hóf vatnslíkanaskoðun á hafnarmannvirkjum norðan við Eiðið árið 1990. Á árunum 2009 […]
Yfirbyggt útisvið, sölubásar, legurbekkir og leiktæki á Vigtartorg

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær var kynnt hönnun á Vigtartorgi frá Eflu. Ráðið samþykkir að hefja framkvæmdir í samræmi við fjárhagsáætlun. Tekið er fram í fundargerð að verkið sé umfangsmikið og nauðsynlegt að áfangaskipta því. Ólafur Þór Snorrason sagði í samtali við Eyjafréttir að hönnunin væri spennandi en um tillögu að ræða og […]