Uppbygging leikvalla og skólalóða í Eyjum

Í Vestmannaeyjum er að finna fjölda leikvalla fyrir börn. Nýlega réðst Vestmannaeyjabær í gerð nýrra leikvalla og hreystivallar, en hefur jafnframt staðið að endurbótum á eldri leikvöllum. Þá hefur verið ákveðið hvar nýjum leikvöllum verður komið fyrir í framtíðinni. Hér er að finna upplýsingar um nýja og endurbætta leikvelli í þeim fjórum bæjarhlutum sem sýndir […]
Nýbygging í útboð í desember

Nýbygging við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær en um var að ræða framhald af 1. máli 342. fundar fræðsluráðs frá 8. apríl 2021. Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs lagði fram nýja tímalínu framkvæmda. Gengið er út frá því að hönnunarforsendur verði tilbúnar í ágúst og í kjölfarið hægt að semja um hönnun. […]
Strandvegur lokaður

Í dag mánudaginn 17.maí verður Strandvegur lokaður fyrir umferð á móts við Bárustíg. Af því hlýst einhver röskun á umferð og eru ökumenn beðnir um að taka tillit til þess og virða merkingar og vinnusvæði. (meira…)
Verkinu gæti verið lokið mánaðarmótin maí/júní

Staða framkvæmda og úthlutun á þjónustuíbúðum fatlaðs fólks við Strandvegi 26 var til umræðu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Vestmannaeyjabær hefur úthlutað öllum sjö þjónustuíbúðunum til þjónustuþega sem allir uppfylla skilyrði til úthlutunar. Mikil tilhlökkun er að flytja inn sem og að taka í gagnið nýjan þjónustukjarna sem á að nýtast m.a. íbúum […]
Vestmannabraut 22 rifin

Verið er að rífa húsnæði við Vestmannabraut 22. Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa í síðustu viku lá fyrir umsókn frá um framkvæmdaleyfi frá Matthíasi Imsland f.h. húseigenda þar sem sótt var um leyfi til að rífa og farga Vestmannabraut 22B, fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands um málið. Húsið hýsti áður Íslandspóst og Símstöð Vestmannaeyja. Húsið var reist […]
Búið að reka niður stálþil við Skipalyftukannt

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði skömmu fyrir jól þar kom fram að verktaki við rekstur stálþils á Skipalyftukanti hefur lokið verkinu. Aðeins var frávik frá útboðsgögnum vegna skemmdra stálþilsplatna á austurgafli Skipalyftukants sem þurfti að losa. Áfallinn verkkostnaður þessa verkhluta er 106.263.402 krónur. Kostnaðaráætlun var 116.345.050 krónur og tilboð verktaka 98.645.800 kr. Ráðið samþykkir kostnaðaruppgjör […]
Byggja myndarlega í Eyjum

Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar í botni Friðarhafnar í Vestmannaeyjum þar sem rísa mun 4.500 fermetra fiskvinnsluhús á tveimur hæðum og frystigeymsla í eigu Leo Seafood. Húsið verður hrein viðbót við núverandi starfsemi Leo Seafood að Garðavegi 14 þar sem nú starfa um 70 manns. Á síðasta ári voru unnin alls 7.000 tonn af hráefni í fiskvinnslu […]
Ekki þarf að skerða þjónustu eða draga úr framkvæmdum

Lagt var fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku yfirlit um 8 mánaða fjárhagsstöðu bæjarjóðs. Í ljósi Covid-19, skerðingu á tekjum (svo sem hafnargjöldum og framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga) og aðgerða bæjarins til þess að bregðast við atvinnuástandi og verkefnastöðu fyrirtækja, sérstaklega í vor og sumar, hefur fjárhagsstaða bæjarins þyngst. Bæjarsjóður stendur hins vegar á […]
Tafir á nýbyggingu við Hamarsskóla

Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu mála varðandi nýbyggingu við Hamarsskóla á fundi fræðsluráðs í gær. Fram kom að framganga málsins hefur tafist og sú tímalína framkvæmda sem gengið var út frá seinkað. Vinna þarf betur í frumgreiningu áður en málið fer á hönnunarstig. Ný tímalína verður lögð fram um leið og fyrir liggur […]
Brinks lægstir í gatnagerð

Tvö verðtilboð bárust í gatnagerð í Áshamri skv samþykktu deiliskipulagi. Frá þessu var greint á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Það var Gröfuþjónusta Brinks sem átti lægsta tilboð uppá kr. 59.891.561. En HS vélaverk bauð einni kr. 73.252.290. Í útsendum gögnum var gert ráð fyrir að verkinu yrði skipt í verkþætti eftir framgangi nýbygginga […]