Golfinu frestað

Tilkynning frá mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi 2022 í Vestmannaeyjum. Frá síðustu tilkynningu hefur úrkoma verið mjög mikil og völlurinn er óleikhæfur vegna bleytu. Leikur hefst ekki kl. 15:00. Lokatilraun til að hefja leik verður gerð kl. 16:30 en staðfesting frá mótsstjórn verður birt kl. 15:30. (meira…)

Golf – Ræst klukkan 15.00 á Íslandsmótinu

Keppni á fjórða og síðasta degi Íslands­móts­ins í golfi í Vestmannaeyjum var frestað vegna veðurs kl. 10.00 í morgun. Keppni hófst klukk­an sex í morg­un og eru marg­ir kepp­end­ur langt komn­ir með loka­hring­inn. Nú er ákveðið að hefja leik kl. 15.00 þegar veður á að hafa gengið niður. Völlurinn er mjög blautur sem gerir keppendum […]

Íslandsmótið í bið vegna veðurs

Keppni á fjórða og síðasta degi Íslands­móts­ins í golfi í Vestmannaeyjum hefur verið frestað vegna veðurs. Keppni hófst klukk­an sex í morg­un og eru marg­ir kepp­end­ur langt komn­ir með loka­hring­inn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfsambandinu og fer mótstjórn yfir stöðuna. Keppni  hefst í fyrsta lagi kl. 13.00 og fá keppendur upplýsingar sendar í SMS […]

Íslandsmótið í golfi, 3. dagur

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er efst þriðja keppnisdaginn í röð í kvennaflokknum en hún lék á höggi undir pari vallar í dag, 69 högg. Kristján Þór Einarsson, GM, er efstur eftir þriðja keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar. Kristján Þór, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á Vestmannaeyjavelli árið 2008, er með tveggja högga forskot á Sigurð […]

Staðan í golfinu

xr:d:DAFIMAKUPCE:9,j:32092007124,t:22080313

Staðan í lok 2. keppnisdags, en spilað verður í dag og á morgun, sunnudag og verður sjónvarpað frá mótinu báða dagana Útsending hefst kl. 15:00 í dag að á aðalrás RÚV. GV á 10 fulltrúa í mótinu en 7 þeirra náðu niðurskurðinum sem er frábær árangur. Eru það Rúnar Þór Karlsson, Kristgeir Orri Grétarsson, Hallgrímur […]

Aldrei fleiri konur en nú

Íslandsmótið í golfi hófst í Eyjum í dag, en 108 keppendur eru skráðir til leiks í karlaflokki og 44 í kvennaflokki og aldrei hafa fleiri konur tekið þátt. Keppni í kvennaflokki er lokið í dag og Ólafía Þórunn lék á 74 höggum sem eru fjögur högg yfir pari og skila henni þriðja sætinu. Guðrún Brá […]

Götulokanir við golfvöllinn

Í dag hefst Íslandsmótið í golfi á golfvellinum í Vestmannaeyjum, en þar koma saman 152 bestu kylfingar landsins. Mikið umfang er á mótinu og eru götulokanir í gildi frá kl. 06:00-15:00 frá í dag, fimmtudegi til og með sunnudags þegar mótið klárast. Einnig má gera ráð fyrir aukinni umferð á bílastæðunum við Týsheimilið og Íþróttamiðstöðina […]

Íþróttaviðburður af stærri gerðinni

Nú um helgina verður í golfi á vellinum í Vestmannaeyjum, um er að ræða gríðarlega mikilvægan íþróttaviðburð af stærri gerðinni. 152 bestu kylfingar landsins í karla- og kvennaflokki eru skráð til leiks og má segja að hafi verið hart barist um sætin, því forkeppni var haldin um síðustu lausu plássin. Mótið hefst á morgun, fimmtudag, og […]

Sjómannamót í golfi

Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja fer fram á morgun, föstudaginn 10. júní. Glæsilegar golfkylfur eru í aðalverðlaun og aukaverðlaun eru ekki af verri endanum. Veitt verða glæsileg verðlaun í öllum flokkum. Völlurinn lítur vel út og ekki skemmir fyrir að veðurspáin er góð. (meira…)

Opna hermamót Ísfélagsins

Golfklúbbur Vestmannaeyja opnaði nýlega frábæra innanhúsaðstöðu til að spila golf við bestu mögulegu aðstæður. Ísfélag Vestmannaeyja kynnir nú fyrsta opna golfmótið í golfhermum. Allir golfarar eru hvattir til að taka þátt. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag, leikreglur og skráningu má finna hér: https://www.isfelag.is/is/page/golf (meira…)