3,3 milljónir í stuðning vegna sóttvarnaráðstafana til Vestmannaeyja

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að skiptingu á 300 milljóna kr. stuðningi til íþróttafélaga sem starfrækja skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga 6-18 ára. Viðbótarstuðningur þessi er veittur félögunum vegna afleiðinga sóttvarnaráðstafana á síðasta ári, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Alls runnu 3.317.648 krónur af þessum styrk til Vestmannaeyja […]

Rúnar Þór kylfingur ársins, Andri Erlingsson efnilegastur

Aðalfundur GV fór fram í gær, 18 febrúar og var að venju valinn efnilegasti kylfingur klúbbsins sem og kylfingur ársins. Rúnar Þór Karlsson var kylfingur ársins en vann hann Meistaramót GV 2020. Andri Erlingsson var valinn efnilegasti kylfingur klúbbsins, hann keppti á stigamótum GSÍ í sumar með góðum árangri ásamt því að hafa orðið klúbbmeistari […]

ÍBV fær 20 milljónir og Golfklúbburinn fimm

Bæjarráð tók á fundi sínum í morgunn fyrir erindi formanns og framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags um viðbótarfjárveitingu frá Vestmannaeyjabæ vegna tekjufalls félagsins af völdum Covid-19 sem nemur tugum milljóna króna. Um er að ræða beiðni um 20 m.kr. fjárstyrk fyrir árið 2020. Vegna samkomutakmarkana stjórnvalda hefur ÍBV orðið af bróðurparti tekna sinna á þessu ári. Félagið reiðir […]

Íslandsmótið í golfi 2022 fer fram í Vestmannaeyjum

Golfsamband Íslands samþykkti á síðasta stjórnarfundi tillögu mótanefndar GSÍ þess efnis að Íslandsmótið í golfi árið 2022 fari fram í Vestmannaeyjum dagana 10.-13. ágúst. Mótanefnd hafði áður farið yfir þær umsóknir sem bárust um að halda Íslandsmótið í golfi árið 2022. Það liggur því fyrir að hvar næstu tvö Íslandsmót í golfi fara fram. Árið […]

Met sumri að ljúka hjá GV – lítið um óboðna gesti

„Við höfum ekki tekið sérstaklega eftir því núna að gestum ofan af landi hafi fjölgað, sagði Rúnar Gauti Gunnarsson hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. „Við gerðum eins og margir aðrir klúbbar að loka fyrir skráningu annara en meðlima.“ Rúnar Gauti segir að þrátt fyrir að farið sé að hausta, og sá tími kominn að loka þarf holum […]

Bændaglíma GV

Bændaglíma GV fer fram á morgun laugardag. Um er að ræða skemmtimót þar sem tvö lið etja kappi á móti hvor öðru. Bændur liðanna í ár eru fyrrum handboltakempurnar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Grétar Þór Eyþórsson. Í kvöld fer fram upphitunarkvöld fyrir bændaglímuna þar sem bændur ársins munu draga í lið. Eru allir keppendur hvattir […]

Minningarmótið Úlli open fór fram um helgina

Á föstudag fór fram minningarmótið Úlli Open 2020, en það er haldið til minningar um Gunnlaug Úlfar Gunnlaugsson, Úlla pípara, sem bjó um langt árabil hér í Eyjum.  Hann var fæddur á Siglufirði þann 05.apríl 1958 bjó þar fyrstu árin með fjölskyldu sinni en dreif sig út í Eyjar á unglingsárum og vann hér bæði […]

Góður árangur á Íslandsmóti golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba 2020 í 1. deild karla – og kvenna fór fram dagana 23.-25. júlí 2020. Keppt var á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, og á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði í 1. deild kvenna og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar í 1. deild karla. Eins og undanfarin ár átti Golfklúbbur Vestmannaeyja sveit […]

Skemmdarverk unnin á golfvellinum

Leiðinleg sjón blasti við starfsmönnum á Golfvellinum í Vestmannaeyjum þegar þeir mættu til vinnu í morgunn. Unnin höfðu verið skemmdarverk á flöt 14. Holu vallarins. „Þetta eru djúp og ljót sár og á eftir að taka langan tíma að laga þetta,“ sagði Rúnar Gauti Gunnarsson vallarstarfsmaður í samtali við Eyjafréttir. Talið er að skemmdarverkið hafi […]

Golfklúbburinn opnar á sumarflatir

Kylfingar í Vestmannaeyjum geta tekið gleði sína því golfklúbbur Vestmannaeyja hefur opnað á sumarflatir á fyrstu 12 holum vallarins. Karl Haraldsson hjá GV segir að þetta sé heldur fyrr en í meðal ári og að völlurinn komi mjög vel undan vetri. (meira…)