Lárus Garðar Long á leið í háskólagolf

Í gær skrifaði Lárus Garðar Long undir samning við Bethany College háskólann í Kansas fylkinu í Bandaríkjunum. Lárus hefur verið einn af efnilegustu kylfinum klúbbsins um árabil og var hann klúbbmeistari á nýliðnu ári ásamt því að vera valinn kylfingur ársins 2019. Óskum við Lárusi góðs gengis á komandi tímum. (meira…)

Daníel Ingi að gera það gott í Ameríku

Daníel Ingi Sigurjónsson stóð uppi sem sigurvegar í sínu öðru móti fyrir Rocky Mountain háskólan. Daníel sem er á fyrsta ári í háskólanum var í öðru sæti fyrir lokadaginn. Á meðan liðsfélagar hans gáfu eftir spilaði hann öruggt golf og kom í hús á pari vallarins. Mótið endaði Daníel á einu höggi undir pari sem […]

Fékk öfluga einstaklinga með mér í stjórn

Í gær var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja. Miklar breytingar urðu á fundinum og þar á meðal urðu formannsskipti. Helgi Bragason hætti sem formaður eftir að hafa gengt því hlutverki í 18 ár. Ásamt Helga gengu einnig úr stjórn Haraldur Óskarsson, Eyþór Harðarson og Jón Árni Ólafsson. Nýr formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja er Sigursveinn Þórðason og sagði hann […]

Íslandsmót golfklúbba fór fram um helgina

Íslandsmót golfklúbba fór fram dagana 17.-19. ágúst og var keppt samtímis á mörgum völlum meðal annars í Eyjum. Piltalið 18 ára og yngri kepptu í Vestmannaeyjum, og á sama stað kepptu stúlknalið 18 ára og yngri, og telpnalið 15 ára og yngri. Drengjalið 15 ára og yngri keppti hinsvegar á Selsvelli á Flúðum. Í flokki pilta […]

Kvennasveit GV sigraði

Íslandsmót golfklúbba 2018 fór fram dagana 10-12. ágúst. Golfklúbbur Vestmannaeyja var með sveit í 2.deil Karla og 2.deild kvenna. 2.deild kvenna spilaði í Vestmannaeyjum um helgina. Konurnar gerð sér lítið fyrir og enduðu í 1. sæti eftir að hafa spilað átta auka holur til að skera úr um úrslitin. Lokastaðan í 2. kvenna 2018 – […]