Einblína á barnadagskrá og minni list- og menningarviðburði

Goslokahátíðin í ár verður töluvert frábrugðin hátíðum undanfarinnar ára sökum Covid- 19 faraldursins. En hátíðin fer fram dagana 2.-5. júlí. Tekin hefur verið ákvörðun um að einblína á barnadagskrá og minni list- og menningarviðburði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vestmannaeyjabær birti á facebook síðu sinni í morgun. Gætt verður að reglum um fjarlægðarmörk og […]
Goslokahátíð verður haldin 2. – 5. júlí

Goslokahátíðina verður þó með aðeins öðru sniði í ár sem kynnt verður síðar. Goslokanefnd vinnur nú hörðum höndum að því að gera hátíðina sem ánægjulegasta með þeim takmörkunum sem fyrir liggja. Af því tilefni óskar Goslokanefnd eftir samstarfi við einstaklinga/og eða fyrirtæki sem áhuga hafa á að koma að hátíðinni, hvort heldur sem er með […]
Hátíðarhöld sumarsins takmörkuð við 2.000 einstaklinga

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi þann 11. apríl minnisblað varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna COVID-19 eftir 4. maí 2020 til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þórhallur leggur til að þeim takmörkunum á samkomum sem nú eru í gangi verði aflétt í nokkrum skrefum næstu mánuði með 3ja-4ja vikna millibilum. Einnig er lagt til að fjöldasamkomur hér á […]
Goslokanefnd 2020

Bæjarráð skipaði í gær í þau Ernu Georgsdóttur, Grétar Þór Eyþórsson, Sigurhönnu Friðþórsdóttur og Þórarinn Ólason í Goslokanefnd fyrir árið 2020. Með nefndinni starfar Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar. (meira…)
Goslokahátíð: Sunnudagur – myndir

Í gær lauk Goslokahátíð Vestmannaeyja en þétt og mikil dagskrá var alla helgina. Dagskrá dagsins í gær hófst í Landakirkju en fjöldi fólks kom þar saman til þess að taka þátt í göngumessu. Seinna um daginn var sirkus í Íþróttahúsinu fyrir börn og unglinga og í Sagnheimum var Tyrkjaránið til umræðu. Dagskráin kláraðist svo í […]
Goslokahátíð: Laugardagur – myndir

Dagskrá laugardags Goslokahátíðar var þétt skipuð líkt og öll helgin. Þátttakendur í Volcano open rifu sig eldsnemma á fætur og héldu áfram leik sínum hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Stuttu síðar bauð Óli Týr fólki með sér í göngu upp á Heimaklett. Um það leyti er niður var komið opnaði Kristinn Pálsson sýningu sína „Gakktí bæinn” í […]
Goslokahátíð 2019 – Dagskrá

Nú er komin út formleg og fjölbreytt dagskrá Goslokahátíðar sem hefst með sýningum og tónleikum á fimmtudaginn kemur. Á föstudaginn fer svo m.a. fram 100 ára afmælishátíð Vestmannaeyjakaupstaðar og setning Goslokahátíðar á Skannsvæðinu. Klukkustund áður en afmælishátíðin fer fram mun Leikhópurinn Lotta sýna Litlu hafmeyjuna á Skanssvæðinu og Cirkus Flik Flak verður á svæðinu þannig […]
Við ætlum út í Eyjar – Goslokalagið 2019

Við ætlum út í Eyjar, goslokalagið 2019 er komið. Lagið er eftir þá Inga Gunnar Jóhannsson og Petri Kaivanto, en textinn er eftir Inga Gunnar. Lagið er flutt af Hálft í hvoru, en þeir Ingi Gunnar, Eyjólfur Kristjánsson og Örvar Aðalsteinsson sjá um söng og Gísli Helgason leikur á flautu. Gísli Stefánsson og Hilmar Sverrisson […]
Goslokahátíð 2019 – Dagskrá

Á þessari veglegu hátíð rekur hver stórviðburðurinn annan, enda ærið tilefni til. Hátíðin hefst föstudaginn 5. júlí 2019 með setningu og afmælisávarpi á Skanssvæðinu. Vestmannaeyjabær býður svo á tvenna stórtónleika í Íþróttamiðstöðinni þar sem fram koma margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins, s.s. Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Júníus Meyvant, Silja Elsabet, Sverrir Bergman, Halldór Gunnar Pálsson […]
Hver að verða síðastur að semja Goslokalagið í ár

Síðasti dagur til að senda inn tillögu að Goslokalagi ársins er næstkomandi miðvikudag 1. maí. Líkt og síðustu ár eru það BEST, Bandalag vestmanneyskra söngva- og tónskálda í samstarfi við Goslokanefnd sem halda utan um val á lagi. Framlag skal sendast á best.eyjar@gmail.com sem hljóðskjal (mp3, wav, wma, aac eða sambærilegt) ásamt texta og hljómsetningu þess. Útskrifuð […]