Dagskrá dagsins – 3. júlí

Vikulöng hátíðarhöld í tilefni 50 ára goslokaafmælis byrja í dag, mánudaginn 3. júlí. Það verður nóg um að vera og byrjar dagurinn í pósthúsinu. Hér að neðan má sjá dagskrána fyrir daginn í dag. 09:30-17:00 Pósthúsið við Strandveg: Dagsstimpill tileinkaður 50 ára goslokaafmæli. 10:00 Básaskersbryggja: Varðskipið Óðinn leggst að Básaskersbryggju. 12:00 Eldheimar: Hátíðarfundur bæjarstjórnar. 13:00-16:00 Tangagata: Börnin mála vegg […]

Goslokalitahlaup í boði Ísfélagsins

Í tilefni þess að 50 ár eru frá því að eldgosið á Heimaey lauk verður hlaup í boði Ísfélagsins sem allir geta tekið þátt í þann 7. júlí kl. 15:30. Rútuferðir verða í boði frá bílastæðinu austan við Fiskiðju kl. 14:45. Upphitun hefst kl. 15:15 undir stjórn Íþróttaálfsins og ræsir hann hlaupið með litasprengju kl. […]

Þakklát mömmu fyrir hvatninguna

„Ég myndi segja að ég sé frekar fjölbreytt. Ef ég fæ leið á einhverjum stíl þá færi ég mig yfir í eitthvað allt annað” segir Sunna Einarsdóttir, ung og upprennandi myndlistakona og eyjamær sem verður með sýningu yfir Goslokin í Craciouskró á Skipasandi. Með henni verður Unnar Gísli Sigurmundsson, sem gengur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant, […]

Hátíðarviðburður 3. júlí

Efnt er til sérstaks hátíðarviðburðar í tilefni þess að mánudaginn 3. júlí 2023, verða 50 ár liðin frá lokum eldgossins á Heimaey. Viðburðurinn fer fram á Skansinum þann 3. júlí 2023 og hefst kl. 17:00. Þar verða ávörp forseta Íslands, forsætisráðherra, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, f.h. Norðurlandanna og bæjarstjóra Vestmannaeyja. Jafnframt […]

Nóg framundan hjá Memm

xr:d:DAFZLCupEGs:2,j:2816256527,t:23013020

Það stefnir í hörku dansiball á Skipasandi laugardagskvöldið 8. júlí þar sem eyjahljómsveitirnar Mucky Muck, Memm og Brimnes munu leika fyrir dansi fram á rauða nótt. Nú á dögum hitti blaðamaður á Memm menn og konu á háalofti Hallarinnar þar sem stífar æfingar voru í gangi fyrir stóra kvöldið. Hljómsveitina skipa söngvararnir Hafþór Elí Hafsteinsson […]

Tvö varðskip til sýnis á Goslokahátíðinni

Varðskipið Óðinn, fyrsta safnskip Íslendinga, kemur til Vestmannaeyja að morgni goslokadagsins 3. júlí í tilefni Goslokahátíðar 2023. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, kemur með skipinu frá Reykjavík. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins, segir að varðskipið sigli inn í Vestmannaeyjahöfn kl. 9.40 á mánudagsmorgun og mæta Herjólfi á leiðinni. Skipin munu heilsast með skipsflautum á […]

Ingó og BlazRoca á Goslokum

Þá er ekki nema undir vika í að Goslokahátíð 2023 gangi í garð mánudaginn þann 3. júlí. Goslokanefnd hefur nú skilað af sér hátíðardagskránni í endanlegri útfærslu. Meðal breytinga á dagskrá má nefna að varðskipið Þór verður nú að auki til sýnis ásamt varðskipinu Óðni, og í stað eins unglingaballs á föstudaginn fyrir árganga 2006-2009 í […]

Gefa hljóðfæri Oddgeirs og efna til tónleika

Í goslokavikunni þann 4. júlí nk. ætla ættingjar Oddgeirs Kristjánssonar að afhenda Byggðasafni Vestmannayja píanó, gítar, fiðlu og horn Oddgeirs, sem mörg lög hans voru samin á. Í tilefni þess ætlar alþýðutónlistarhópurinn Vinir og vandamenn að efna til tónleika og flytja bæði þekktari lög Oddgeirs sem og þau sem sjaldan eru spiluð. Gerð verður grein […]

Listaverk úr Barbie og Legókubbum

Berglind Sigmarsdóttir, myndlistakona og eigandi veitingastaðarins GOTT, er ein þeirra listamanna sem verða með sýningu yfir Goslokin. Sýningin ber nafnið Leikfangalist – Toy Art, en til sýnis og sölu verða verk gerð úr hinum ýmsu leikföngum. Einnig verða til sölu eftirprent af myndunum. Myndirnar eru teknar af Kristbjörgu Sigurjónsdóttur og eru prentaðar á 180 gr. […]

Allt um Goslokin á Eyjafréttir.is

Í tilefni þess að í ár eru liðin 50 ár frá Goslokum í Vestmannaeyjum, og vikulöng hátíðarhöld standa fyrir, hafa Eyjafréttir opnað fyrir sérstakt svæði inn á vef sínum þar sem hægt verður að fylgjast með öllu því helsta sem framundan er tengt Goslokunum. Goslokanefnd hefur gefið út dagskrá fyrir hátíðina sem haldin verður dagana […]