Myndir, músík og mósaík – Listahátíð á 180 mínútum

Laugardaginn annan júlí á Goslokahátíð frá klukkan 14:00 til 17:00 verða listahjónin Arnór Hermannsson og Helga Jónsdóttir með listahátíð Í garðinum heima í Hjarðarholti að Vestmannabraut 69. Þau sýna myndlistarverk og með þeim eru Bergljót Blöndal og Sigrún Þorsteinsdóttir. Verða þau með sýningu á verkum sínum í tjaldinu. En tónlistarmennirnir Helgi Hermannsson og Magnús R […]
Dagskrá dagsins – Barnaskemmtun í boði Ísfélagsins

Eftir glæsilega byrjun í gær heldur dagskrá Goslokahátíð og eru ekki færri en 20 viðburðir í boði í dag. Eitthvað er í boði fyrir alla og fyrir unga fólkið má benda á að klukkan 15:30 er barnaskemmtun á Stakkagerðistúni í boði Ísfélags Vestmannaeyja. Gunni og Felix, Sumarsirkus Húlladúllunnar, Latibær og BMX brós. Föstudagur 1. […]
Tabúin hennar Aldísar í tónlistarskólanum

Eyjakonan Aldís Gló Gunnarsdóttir mætir á Goslok með sýningu sína, Tabú sem verður í Tónlistarskólanum og er aldurstakmarkið átján ár. Það var fyrr á þessu ári sem Aldís var með sýningu með þessu nafni sem vakti mikla athygli. Viðfangsefnið konan á sínum á sínum viðkvæmustu stundum. Ögrandi verk, erótísk og sum gott betur en Aldís […]
Viðar Breiðfjörð á vængjum morgunroðans

„Í tilefni 60 ára afmælis míns vil ég tileinka þessa sýningu kvenfólki því þær eru menn en menn eru ekki konur. Sýningin er í Akóges og opnar í kvöld, fimmtudagskvöld kl 19.30 og verður lifandi tónlist,“ segir Viðar Breiðfjörð um sýningu sína sem hann opnar í kvöld og kallar Vængir morgunroðans. Viðar var Bæjarlistamaður Vestmannaeyja […]
Fólksflutningarnir miklu á nýjum söguvef í tilefni af fimmtugsafmæli Heimaeyjargossins

Þann 23. janúar 2023 verða liðin 50 ár frá því að rúmlega 5000 íbúar Vestmannaeyja urðu að flýja bæinn sinn. Eldgos var hafið örskotslengd frá sjálfri byggðinni á Heimaey. Um miðja nótt streymdi fólk niður að höfn og fór um borð í 52 báta sem fluttu stærsta hluta íbúanna til Þorlákshafnar. Aðrir voru fluttir á […]
Flaggað á gosdeginum 23. janúar

Á morgun, þann 23. janúar 2022, eru liðin 49 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Við það tilefni hefur skapast sú hefð að flagga gosfána Vestmannaeyja sem jafnan prýðir bæinn þegar Eyjamenn minnast atburðanna. Fánann skal nýta við þau tilefni er tengjast gosinu. Fáninn sækir tákn sín og liti í arburðarrás gossins. Hann skartar svokölluðum goslitunum fjórum; […]
Minningarstund í Landakirkju á sunnudagskvöld

Í ljósi samkomutakmarkana mun goslokanefnd standa fyrir minningarstund í Landakirkju þann 23. janúar næstkomandi, rétt eins og í fyrra. Dagskráin verður með svipuðu sniði, þ.e. fluttar verða hugvekjur og eyjalög sungin og spiluð. Minningarstundin hefst kl. 20:00 á sunnudagskvöld og verður hægt að nálgast hlekk á hana á vef Vestmannaeyjabæjar, samfélagsmiðlum bæjarins og á eyjamiðlunum. […]
Óbreytt Goslokanefnd

Bæjarráð skipar þau Ernu Georgsdóttur, Grétar Þór Eyþórsson, Sigurhönnu Friðþórsdóttur og Þórarinn Ólason í Goslokanefnd fyrir árið 2022. Með nefndinni starfa Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar og Þórhildur Örlygsdóttir, sérfræðingur á stjórnsýslu- og fjármálasviði. Um er að ræða sömu einstaklinga og skipuðu Goslokanefnd fyrir árin 2020 og 2021. (meira…)
Goslokahátíðin á Instagram

Hin árlega Goslokahátíð fór fram síðustu helgi í Vestmannaeyjum. Margt var um manninn og ljóst að fólk sótti Eyjarnar heim. Mikið birtist af skemmtilegum myndum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hér má sjá nokkrar þeirra sem teknar voru á Goslokum og sýnlegar almenningi. View this post on Instagram A post shared by Tónafljóð (@tonafljod.band) View this post […]
Goslokahelgin (myndir)

Sólin lék við gesti hátíðarinnar um helgina. Margt var um manninn og mikið um að vera. Ljósmyndari Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson, var að vanda mættur að fanga hátíðarhöldin á filmu. Hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem náðust af mannlífinu föstudag, laugardag og sunnudag. Föstudagur Laugardagur Sunnudagur (meira…)