Einstakt tækifæri fyrir GRV

Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við HR og Háskólann í Þrándheimi, hefur óskað eftir samstarfi við GRV og Vestmannaeyjabæ um að framkvæma viðamikla menntarannsókn til 12 ára. Þetta yrði samanburðarrannsókn við skóla í öðrum landshluta og henni fylgja breyttar áherslur í námi nemenda sem og breyttir kennsluhættir. Miðað væri við að byrja rannsóknina strax […]
Níundi bekkur undir landsmeðaltali í ensku og stærðfræði

Skólastjóri GRV fór yfir niðurstöður samræmdra prófa í 9. bekk sem fram fóru í mars sl. á fundi fræðsluráðs í vikunni. Nemendur þreyttu próf í íslensku, stærðfræði og ensku og var skólinn á pari við landsmeðaltal í íslensku en undir í ensku og stærðfræði. Sami árgangur var rétt yfir landsmeðaltali í íslensku og stærðfræði í […]
Rafrænn skóladagur í Hamarsskóla (myndband)

Þar sem ekki er hægt að hafa hefðbundinn skóladag brugðum kennarar og nemendur í Hamarsskóla á það ráð að gera myndband til að sýna frá verkefnum nemenda. Krakkarnir leiða áhorfandann í gegnum skólann, sýna og segja frá því helsta sem þau hafa haft fyrir stafni í vetur. Hérna er skóladagur Hamarsskóla 2020 á rafrænu formi. […]
Áfengisneysla í 10. bekk langt undir landsmeðaltali

Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi kynnti niðurstöður könnunar Rannsóknar & Greiningar á nemendum í 8., 9. og 10. bekk í febrúar 2020 á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Meðal þess sem þar kemur fram er að áfengis og tóbaksneysla í 10. bekk í Vestmannaeyjum er langt undir því sem gerist á landinu öllu. Vímuefnaneysla í 10. […]