Spjaldtölvuinnleiðing í GRV

Stefnumótun í spjaldtölvuinnleiðingu Grunnskóla Vestmannaeyja var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Fræðslufulltrúi kynnti stefnu GRV um spjaldtölvuinnleiðingu 2020-2023 en hún er unnin af stýrihópi sem fræðsluráð setti saman til að leiða innleiðinguna. Stefnan inniheldur framtíðarsýn í tölvumálum GRV, stefnu, markmið, aðgerða- og framkvæmdaáætlun, áætlun um árangursmælingar, hlutverk, ábyrgð og skyldur þeirra sem koma […]

Tafir á nýbyggingu við Hamarsskóla

Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu mála varðandi nýbyggingu við Hamarsskóla á fundi fræðsluráðs í gær. Fram kom að framganga málsins hefur tafist og sú tímalína framkvæmda sem gengið var út frá seinkað. Vinna þarf betur í frumgreiningu áður en málið fer á hönnunarstig. Ný tímalína verður lögð fram um leið og fyrir liggur […]

Hertar reglur í grunnskóla, leikskólum og frístund næstu tvær vikurnar

Nú þegar neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 hefur verið lýst yfir og samkomutakmarkanir hafa verið hertar næstu tvær vikurnar þykir ástæða til að skerpa enn frekar á sóttvörnum í grunnskóla, leikskólum og frístund. Heimsóknir utanaðkomandi aðila í skólabyggingarnar verða takmarkaðar eins og hægt er næstu tvær vikurnar. Foreldrar/forráðamenn grunnskólabarna eru því beðnir um að koma ekki […]

Grunnskólinn tilbúinn í nýtt skólaár með nýjum áskorunum

Grunnskóli Vestmannaeyja var settur þriðjudaginn 25. ágúst. Kennsla hófst samkvæmt stundatöflu í dag, miðvikudag. Skólasetning fór fram með öðrum hætti í ár en nemendur mættu án foreldra eða forráðamanna. Þeir sem fylgja börnunum sínum í skólann voru beðnir um að aðeins eitt foreldri kæmu með barni sínu og færu ekki inn í stofur heldur aðeins […]

Stuð á Stakkó (Myndir)

Mikið fjör var á Stakkó í hádeginu þar sem nemendur í  1.-5. bekk og af Víkinni 5 ára deild dönsuðu fyrir gesti og gangandi í góða veðrinu. Allir skemmtu sér vel yfir flottum töktum hjá krökkunum.   (meira…)

Dansað á Stakkó í hádeginu

Klukkan 12:00 í dag þriðjudag munu nemendur í  1.-5.bekk og Víkinni 5 ára deild dansa á Stakkó. Þessi viðburður kemur í stað hefðbundinnar danssýningar Grunnskólans. (meira…)

Sigruðu landsbyggðarkeppnina í skák

Sveit frá Taflfélagi Vestmannaeyja tryggði sér sigur í landsbyggðarkeppninni á Íslandsmóti grunnskólasveita (1-10. bekkur) sem fram fór í Rimaskóla í gær. Upphaflega stóð til að taka þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita (1.-7. bekkur) sem fram fór á laugardag en sveitin komst ekki frá Eyjum þar sem ófært var með Herjólfi framan af degi. Strákarnir voru því […]

Kiwanis menn færðu 1. bekk hjálma

Árlegur hjóladagur fór fram í Hamarsskóla í dag. Sett var upp merkt braut og bílastæðin bæði vestan og austan við skólan lokað svo nemendur höfðu stærra svæði til að hjóla á en venjulega. Lögreglan mætti og skoðaði hjól og hjálma barnanna. Þá fengu börnin í 1. bekk gefins hjálma frá Kiwanis og Eimskip en Kiwanis […]

Einstakt tækifæri fyrir GRV

Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við HR og Háskólann í Þrándheimi, hefur óskað eftir samstarfi við GRV og Vestmannaeyjabæ um að framkvæma viðamikla menntarannsókn til 12 ára. Þetta yrði samanburðarrannsókn við skóla í öðrum landshluta og henni fylgja breyttar áherslur í námi nemenda sem og breyttir kennsluhættir. Miðað væri við að byrja rannsóknina strax […]

Níundi bekkur undir landsmeðaltali í ensku og stærðfræði

Skólastjóri GRV fór yfir niðurstöður samræmdra prófa í 9. bekk sem fram fóru í mars sl. á fundi fræðsluráðs í vikunni. Nemendur þreyttu próf í íslensku, stærðfræði og ensku og var skólinn á pari við landsmeðaltal í íslensku en undir í ensku og stærðfræði. Sami árgangur var rétt yfir landsmeðaltali í íslensku og stærðfræði í […]

X