Börnin hlupu í blíðunni

K94A0790

Í morgun tóku nemendur GRV þátt í Skólahlaupi ÍSÍ. Eftir hlaupið voru grillaðar pylsur fyrir nemendur. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og ekki skemmdi veðrið fyrir. Ólympíuhlaup ÍSÍ áður Norræna skólahlaupið hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla allt frá 1984 þegar það fór fyrst fram. Á vef ÍSÍ segir að með Ólympíuhlaupi ÍSÍ sé […]

Helga Jóhanna nýr kennsluráðgjafi á skólaskrifstofu

Helga Jóhanna Harðardóttir hefur verið ráðin sem nýr kennsluráðgjafi á skólaskrifstofu. Kennsluráðgjafi starfar sem sérfræðingur á vegum skólaskrifstofu og sinnir hlutverki ráðgjafa við Grunnskóla Vestmannaeyja. Kennsluráðgjafi vinnur með stjórnendum og kennurum að því að styrkja faglegt starf skólanna þannig að öll börn fái sem best notið sín í skólasamfélaginu. Kennsluráðgjafi annast m.a. kennslufræðilegar greiningar, skimanir […]

Lena María sigurverari í stóru upplestrarkeppninni

Þrír nemendur úr 7. bekk GRV fóru á Hellu í gær og tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni fyrir hönd GRV. Þetta voru þau: Lena María Magnúsdóttir, Tómas Ingi Guðjónsson og Erla Hrönn Unnarsdóttir Lena María hreppti fyrsta sætið og óskum við henni hjartanlega til hamingju. (meira…)

Einar ráðinn skólastjóri Barnaskóla Vestmannaeyja

Vestmannaeyjabær hefur valið Einar Gunnarsson í stöðu skólastjóra Barnaskóla Vestmannaeyja. Tveir umsækjendur voru um stöðuna en annar dró umsókn sína til baka, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Einar Gunnarsson. Einar lauk B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum með áherslu á stærðfræði og landafræði árið 2002 frá Kennaraháskóla Íslands og þar með leyfisbréfi sem grunnskólakennari. Hann hefur auk […]

Guðni Th. heimsótti Eyjar

Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Vestmannaeyjar sl. þriðjudag. Hann kom víða við í heimsókn sinni, ásamt Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra, sem tók á móti honum. Fyrst lá leiðin í grunnskólann og í framhaldi á Kirkjugerði og Sóla þar sem forsetinn skoðaði skólana og heilsaði upp á nemendur og starfsfólk. Nemendur í 5. bekk sýndu […]

Kveikjum neistann, frábærar niðurstöður

Kveikjum neistann rannsóknar- og þróunarverkefnið við Grunnskóla Vestmannaeyja er byggt á sterkum rannsóknum og kenningum virtra fræðimanna um nám og færniþróun. Það er Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar við HÍ, með aðkomu SA, sem leiðir verkefnið en þar er prófessor Hermundur Sigmundsson ábyrgðarmaður. Nú liggja fyrir niðurstöður í lestrarfærni og það má með sanni segja […]

Reynslunni ríkari

Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið héldu málþing um skólamál, „Reynslunni ríkari“, þann 30. október 2023. Á málþinginu voru kynntar niðurstöður úttektar á þróun skólastarfs og þjónustu við börn frá því að grunnskólar fluttust frá ríki til sveitarfélaga. Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg í fyrirhuguðum breytingum á sviði skólamála. Árið 2021 […]

Skólar og leikskólar loka

Boðað hefur verið boðað til kvennaverkfalls undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?“ á morgun þriðjudag. Fjöldi hagsmunasamtaka kvenna og kynsegin fólks standa að verkfallinu. Fram kemur í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ að bærinn styður jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegins fólks og vill stuðla að því í hvívetna að jafnræðis allra kynja sé gætt og að engin mismunun á […]

Bíða með að auglýsa stöðu aðstoðarskólastjóra

Grunnskóli Vestmannaeyja var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Um var að ræða framhald af 6. máli 376. fundar fræðsluráðs, skipurit GRV þar sem ákveðið var að yfirfara og meta skipurit hjá Grunnskóla Vestmannaeyja. Skipaður var starfshópur til að vinna að því. Starfshópurinn átti fundi með öllum stjórnendum GRV. Það er mat hópsins að […]

GRV einn fimm skóla tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna

Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna voru kynntar á alþjóðlegum degi kennara 5. október. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og ungmennum. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum og er Kveikjum neistann verkefni Grunnskólans í Vestmannaeyjum tilnefnt fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, ásamt fjórum […]