Grunnskóli Vestmannaeyja var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Um var að ræða framhald af 6. máli 376. fundar fræðsluráðs, skipurit GRV þar sem ákveðið var að yfirfara og meta skipurit hjá Grunnskóla Vestmannaeyja. Skipaður var starfshópur til að vinna að því. Starfshópurinn átti fundi með öllum stjórnendum GRV. Það er mat hópsins að hann þurfi lengri tíma til þess að fara yfir málið og því leggur hann til að beðið verði með það um sinn að auglýsa stöðu aðstoðarskólastjóra.
Ráðið samþykkti tillögu starfshóps um að bíða með að auglýsa stöðu aðstoðarskólastjóra um sinn. “Mikilvægt er að vinna málið hratt og örugglega en jafnframt faglega” segir jafnframt í niðurstöðu ráðsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst