Hvað sögðu ríkisstjórnarflokkarnir fyrir kosningar?

Fyrir þingkosningarnar sendu Eyjafréttir út fyrirspurn til allra framboða um hvort viðkomandi flokkur hyggist beita sér fyrir því að tryggja fjármuni til rannsókna á jarðlögum vegna Vestmannaeyjaganga. Nú þegar búið er að mynda nýja ríkisstjórn er ekki úr vegi að skoða nánar hvað ríkisstjórnarflokkarnir sögðu um málið. Já, já og já Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingarinnar […]
Sískrifandi bæjarfulltrúar!

Víða um bæinn er hvíslað um það þessi misserin að bæjarbúar sakni þess að fá ekki langtímum saman upplýsingar frá bæjarfulltrúum. Í síðustu kosningum var fulltrúum okkar fjölgað úr sjö í níu – en svo virðist vera að enginn þeirra sjái sig knúinn til að stinga niður penna. Upplýsa bæjarbúa um stöðu mála. Ekki verður […]
Þjakaðir Eyjamenn

Eyjamenn þjást þessi misserin af illvígri og tiltölulega skæðri upplýsingaþurrð. Þannig er hvíslað á milli manna að vísvitandi sé haldið frá Eyjamanninum ýmsum upplýsingum sem nauðsynlegar eru fyrir Eyjamanninn til að ganga beinn í baki um bæinn vitandi það sem hann ætti að vita. Minnisvarði um Ólaf og Pál Vandræðagangur bæjarfulltrúa í minnisvarðamálinu stóra hefur […]
Messi og Vestmannaeyjar

Það má með sanni segja að fjárfestar hafi trú á því sem er að gerast í Vestmannaeyjum. Ekki er langt síðan að kauphallarfyrirtækið Kaldalón hf. og stórir innlendir fjárfestar líkt og aðilar tengdir Eskju og Jón Ásgeiri keyptu eignir á vel yfir 1000 milljónir í Eyjum. Má þar nefna eignir eins og Hótel Vestmannaeyjar, Gamla […]
Bæjarstjórnin fær óskarinn

Þá er árlegri krýningarathöfn bæjarstjórnar lokið í kjölfar stórkostlegrar niðurstöðu könnunar sem haldin var um ánægju bæjarbúa á rekstri bæjarins. Spurningalistinn er í 12 liðum og í stuttu máli sagt hefur ekki orðið ein einasta breyting að ráði frá því að fyrst var spurt árið 2009. Helst mætti nefna að bæjarbúar eru einna helst áhyggjufullir […]
Dyggðaskreyting án sveinsprófs

Fyrir tæpu ári síðan stukku fáeinir hressir pólitíkusar fram á Bárustíg með málningu í mörgum litum, rúllur, skaft og góða skapið. Hafist var handa við að mála upp dyggðaskreytingu svo ekki færi milli mála að þarna væri á ferli gott fólk, sem sýndi fullkomna samstöðu með öllum, helst þó þeim sem gætu talist til minnihluta […]
Klókur ráðherra!

Á þriðjudaginn sl. kom Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra til fundar við Eyjamenn. Ástæða heimsóknarinnar var fyrst og fremst til að ræða hennar kröfur um að þjóðnýta stóran hluta Vestmannaeyja. Mörgum Eyjamanninum var heitt í hamsi vegna málsins og raunar skilja fæstir landsmenn í þessu máli og því fjáraustri sem ríkið er búið […]
Hálft stöðugildi í að svara einum aðila

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir “Fyrirspurnir til Vestmannaeyjabæjar 2023” eins og það er orðað í fundargerð ráðsins. Þar segir ennfremur að fjöldi formlegra fyrirspurna til Vestmannaeyjabæjar er varðar hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félags í eigu þess hafi verið 348 á árinu 2023 og bárust þær frá einum einstaklingi. Sá tími sem fór í svara fyrirspurnunum […]
Hybrid gras á Hásteinsvöll?

Greint var frá því í vikunni að FH-ingar séu vel á veg komnir með framkvæmd við lagningu á svokölluðu hybrid grasi á æfingavöll sinn í Kaplakrika. FH-ingar vonast til að geta lagt eins gras á aðal keppnisvöll sinn á næstu þremur til fjórum árum. Haft var eftir Jóni Rúnari Halldórssyni, fyrrverandi formanni knattspyrnudeildar FH sem […]
Flissandi forseti

Það vakti nokkra athygli á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var, hversu mikið það fór í taugarnar á meirihluta bæjarstjórnar – og sér í lagi forseta – að verkferlar við ráðningarmál væru ræddir á þessum vettvangi. Eftir eldræðu Páls Magnússonar, forseta bæjarstjórnar, tók sá hinn sami upp á því að flissa að ræðumanni sem upp […]