Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir “Fyrirspurnir til Vestmannaeyjabæjar 2023” eins og það er orðað í fundargerð ráðsins.
Þar segir ennfremur að fjöldi formlegra fyrirspurna til Vestmannaeyjabæjar er varðar hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félags í eigu þess hafi verið 348 á árinu 2023 og bárust þær frá einum einstaklingi. Sá tími sem fór í svara fyrirspurnunum jafngildir u.þ.b. hálfu stöðugildi starfsmanns allt árið, segir í bókun ráðsins.
Fátæklegar fundargerðir
Í þessu samhengi mætti benda bæjaryfirvöldum á að fundargerðir á vegum sveitarfélagsins eru á tíðum stuttar og snubbóttar. Er þetta þó misjafnt á milli ráða, en dæmi eru um nokkuð stór mál sem fá einvörðungu eina til tvær línur.
Má í þessu samhengi skoða til að mynda fundargerð frá framkvæmda- og hafnarráði frá því 25 október sl. sem leit svona út:
Dagskrá: | |||||||||||||||||
|
Ritstjóri Eyjar.net sendi í kjölfarið eftirfarandi póst á formann ráðsins:
„Þær eru svo fátæklegar fundagerðirnar frá framkvæmda- og hafnarráði að ég verð að bregða á það ráð að fá frekari upplýsingar frá þér.
Áttu nánari upplýsingar um mál 3 og 4?“
„Sæll Tryggvi
Landfylling Eiði.
Þetta mál er á byrjunarstigi og er verið að kanna fýsileika og kostnað. Ekki meiri upplýsingum við það að bæta eins og er.
Framkvæmdir 2024
Þessi vinna er í fjárhagsáætlun og stendur sú vinna yfir. En þetta kemur svo sem fram í framsögunni hjá Írisi.
Skólabygging, Búningsklefar og gervigras. En kannski ekki meira um það segja fyrr en fjárhagsáætlun 2024 er klár.“
Svo mörg voru þau orð, og því ekki hægt að fjalla um málin opinberlega. Úr þessu má bæta og þá er hugsanlegt að fyrirspurnunum fækki!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst