Klókur ráðherra!
23. febrúar, 2024
Þórdís_kolbrun_eyjar (1000 x 667 px) (1)
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd/samsett

Á þriðjudaginn sl. kom Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra til fundar við Eyjamenn. Ástæða heimsóknarinnar var fyrst og fremst til að ræða hennar kröfur um að þjóðnýta stóran hluta Vestmannaeyja.

Mörgum Eyjamanninum var heitt í hamsi vegna málsins og raunar skilja fæstir landsmenn í þessu máli og því fjáraustri sem ríkið er búið að sólunda í þetta og tilbúið að gera áfram. Því er eðlilegt að fólk spyrji sig “hvað ætlar ríkið sér með þetta land?”

https://eyjar.net/kostnadurinn-hleypur-a-milljordum/

En aftur að Eyja-heimsókn ráðherra. Nú er hvíslað um það í Eyjum að það hafi verið ansi klókt hjá Þórdísi að senda degi fyrir heimsóknina beiðni til nefndarinnar um endurskoðun á málinu. Vitandi hvert svarið yrði (enda hefur þessari leið áður verið hafnað af nefndinni) og í annan stað – þá kæmi svarið ekki fram fyrr en að heimsókn lokinni og ráðherra kominn aftur í skjól.

Það er nefnilega þannig að óbyggðanefnd dregur ráðuneytið sundur og saman í svari sínu. Fyrir það fyrsta bendir óbyggðanefnd á að þetta viðbótarþrep er ekki til einföldunar þó svo að ráðuneytið hafi áður mælt með því að sú leið yrði farin.

Í annan stað og kannski það mikilvægasta þá segir ráðuneytið að lögmenn þeirra hafi ekki getað annað en gert ítrustu kröfur um þjóðlendur þar sem ríkið hafi aðeins haft takmarkaðar upplýsingar um eignarréttindi á svæðinu. Nefndin gerir hálfpartinn grín af þessum rökum og rekur ítarlega alla þá fresti sem ríkið fékk og var einkum rökstutt með gríðarlegri heimildaröflun og upplýsingaleit á svæðinu.

Má því með sanni segja að Þórdís Kolbrún hafi fengið vindinn í bakið í Eyjum þar sem flokksystkin hennar í Eyjum mærðu hana í stað þess að fá vindinn í fangið, líkt og allt stefndi í tveimur dögum fyrir ferðina. Klókur ráðherra þarna á ferð, en það líður sjálfsagt einhver tími þar til ráðherrann skipuleggur aðra Eyjaferð!

https://eyjar.net/obyggdanefnd-fellst-ekki-a-beidni-radherra/

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst