Helga Jóhanna Harðardóttir hefur verið ráðin sem nýr kennsluráðgjafi á skólaskrifstofu.
Kennsluráðgjafi starfar sem sérfræðingur á vegum skólaskrifstofu og sinnir hlutverki ráðgjafa við Grunnskóla Vestmannaeyja. Kennsluráðgjafi vinnur með stjórnendum og kennurum að því að styrkja faglegt starf skólanna þannig að öll börn fái sem best notið sín í skólasamfélaginu. Kennsluráðgjafi annast m.a. kennslufræðilegar greiningar, skimanir og eftirfylgd, tekur þátt í teymisvinnu og sinnir ráðgjöf og fræðslu.
Helga Jóhanna útskrifaðist með B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2008. Hún starfaði við Ingunnarskóla í Reykjavík frá 2008-2013 sem umsjónarkennari ásamt því að sinna stigstjórn. Frá hausti 2015 hefur hún starfað sem umsjónarkennari á miðstigi við Grunnskóla Vestmannaeyja.
Ein umsókn barst um stöðuna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst