Framhaldsskólar geta hafið staðnám

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um skólastarf sem taka mun gildi frá og með 1. janúar og gilda til 28. febrúar nk. Reglugerðin tekur mið af minnisblaði sóttvarnalæknis en þar kemur fram að tillögur hans séu settar fram með þeim fyrirvara að ástand faraldursins verði ekki verra við upphaf nýrrar annar en nú er. […]
Nýir verkferlar skólaþjónustu er varða eineltismál

Fræðslufulltrúi kynnti á fundi fræðsluráðs í síðustu viku nýja verkferla skólaþjónustu er varða eineltismál í grunnskóla. Foreldrar/forráðamenn og/eða stjórnendur geta vísað máli til skólaþjónustu ef ekki hefur náðst viðunandi niðurstaða við vinnslu máls í skóla. Stjórnendur vísa máli til skólaþjónustu ef ekki gengur að ljúka máli í skóla en foreldrar/forráðamenn ef þeir eru ekki sáttir […]
Starfið á frístund hefur gengið vel

Umsjónarmaður frístundavers fór yfir starf vetrarins á og flutning Frístundavers úr Þórsheimili í Hamarsskóla á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Í vetur eru 10 starfsmenn við Frístundaverið, einn umsjónarmaður, tveir stuðningsfulltrúar, sex frístundaleiðbeinendur og aðstoðarmaður í eldhúsi. Í upphafi skólaárs voru 65 nemendur skráðir í Frístundaverið. Hafist var handa sl. sumar við að flytja frístundaverið […]
Undir landsmeðaltali í þremur af fjórum samræmdum prófum

Niðurstaða samræmdra prófa í 4. og 7. bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Skólastjóri kynnti niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk sem lögð voru fyrir í september sl. 4. bekkur er með 29,2 í skólaeinkunn í íslensku og 28,9 í stærðfræði. Landsmeðaltalið er 30 og árangurinn því […]
Leikfimi og sund byrjar aftur, grímskylda afnumin í 5.-7. bekk

Ný reglugerð um takmarkanir á skólahaldi tekur gildi á morgun 18. nóv. Hún felur ekki í sér miklar breytingar frá fyrri reglum, nema að skólaíþróttir verða aftur heimilar og grímuskylda hjá 5.-7. bekk fellur niður. Hins vegar er enn nokkrum spurningum ósvarað og verður þess vegna skólahald með óbreyttum hætti á morgun miðvikudag. Segir í […]
Ánægja með teymiskennslu

Kynning á niðurstöðum úr ánægjukönnun sem gerð var meðal foreldra og nemenda varðandi teymiskennslu var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Skólastjóri kynnti niðurstöður úr könnuninni sem send var rafrænt á foreldra og nemendur í 6. bekk en sá árgangur var í teymiskennslu á síðasta skólaári. Svarhlutfall var gott hjá báðum hópum og heilt […]
Menntarannsókn rædd í fræðsluráði

Þátttaka GRV í menntarannsókn var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni en um var að ræða framhald af 3. máli 332. fundar fræðsluráðs þann 6. júlí 2020. Í niðurstöðu ráðsins segir: Það er jákvætt að í GRV sé horft til þróunarstarfs með það að markmiði að bæta árangur nemenda og getur fræðsluráð fallist á […]
Skólahald frá og með 3. nóvember

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða sem tekur gildi 3. nóvember hefur verið birt. Starfsfólk leik- og grunnskóla hefur skipulagt starfið í samræmi við nýju reglurnar og verður skólahald næstu tvær vikur með eftirfarandi hætti: Skólahald er með nokkuð eðlilegum hætti í leikskólum og á yngsta stigi. Það er því miður einhver skerðing […]
Ný reglugerð um skólastarf tekur gildi 3. nóvember

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi hefur verið gefin út og tekur gildi þriðjudaginn 3. nóvember nk. Reglugerðin gildir um allt skólastarf á landinu, en nær einnig til frístundaheimila, félagsmiðstöðva og íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna. Víðtækt samráð var haft við skólasamfélagið við undirbúning reglugerðarinnar, meðal annars við fulltrúa allra skólastiga, Kennarasambands Íslands, […]
Kennsla fellur niður á morgun

Foreldrum gunnslólabarna í Vestmannaeyjum barst rétt í þessu tilkynning frá skólastjóra þess efnis að skipulagsdagur verður í Grunnskóla Vestmannaeyja á morgun og því fellur hefðbundin kennsla niður og Víkin 5 ára deild mun opna kl. 10:00. Heilsdagsvistun verður í boði í frístundaveri, hafið samband á: fristund@vestmannaeyjar.is. Nánari upplýsingar um framhaldið og skólahald, verða birtar á morgun […]