Tveir nýir rafstrengir til Vestmannaeyja

Á næstu áratugum er fyrirsjáanleg verulega aukin eftirspurn raforku í Vestmannaeyjum og hafa Landsnet, ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og aðilar úr atvinnulífinu í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um aukið afhendingaröryggi og leiðir í átt að fullum orkuskiptum. Til að fylgja eftir stefnu stjórnvalda þegar kemur að orkuskiptum hafa allir sem komu […]
Guðlaugur Þór kl. 12 og Þórdís Kolbrún kl. 20 í Ásgarði

Þriðjudagar eru flugferðadagar okkar Eyjamanna og munu tveir ráðherra í ríkisstjórn Íslands nýta sér það á morgun, þriðjudaginn 20. febrúar og eiga fundi við okkur í Ásgarði. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra hittir okkur á súpufundi í hádeginu, kl. 12:00 og ræðir við okkur sína málaflokka sem og flokksstarfið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, […]
Göng til Eyja á næsta ári?

Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. Þetta kemur fram í frétt á vefnum visir.is Aðferðin að nota ofurheitan plasma-ljósboga er […]
Uppfært: Guðlaugur Þór kynnir skýrslu um eflingu samfélagsins í Vestmannaeyjum “seinna”

Guðlaugur Þór verður með fund í dag í Ásgarði, miðvikudag, 25. okt kl 17:00. Efni fundarins er nýleg skýrsla um eflingu samfélagsins í Vestmannaeyjum hvað varðar málefnasvið ráðuneytisins. Einnig verður farið almennt inn á stjórnmálin og flokksstarfið. “Vegna aðstæðna í samgöngum þarf enn og aftur að fresta fundi með Guðlaugi Þór. Stefnum við þess í […]
Starfshópur skipaður um rafmagnsmál
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, var á ferð í Vestmannaeyjum í liðinni viku til þess að funda með bæjaryfirvöldum og hagsmunaaðilum um þá stöðu sem komin er upp í afhendingarmálum á rafmagni til Vestmannaeyja. Hann sagði í samtali við Eyjafréttir þessa fundi hafa verið gagnlega og hann gerði sér fulla grein fyrir alvarleika […]
Leiðir til hraða orkuskiptum í flugi til skoðunar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp sem er falið að skoða og leggja fram tillögur að því hvaða leiðir séu færar til að hraða orkuskiptum í flugi, með notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir millilandaflug. Starfshópurinn á í störfum sínum að taka mið af stefnu stjórnvalda, sem og aðgerðaáætlunum um orkuskipti og í […]
Guðlaugur Þór fundar í Ásgarði

Í dag, fimmtudag, 3. nóvember, ætlar Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins að sækja Eyjamenn heim en hann stendur fyrir opnum súpufundi í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Allir eru hjartanlega velkomnir til þess að ræða mikilvæg málefni er varða stöðu flokksins, framboðið og síðast en ekki síst málefni Eyjamanna og kjördæmisins. […]