ÍBV fær Gróttu í heimsókn

Karla lið ÍBV mætir Gróttu í sjöundu umferð Olísdeildar karla í kvöld í Vestmannaeyjum. Lið Gróttu situr í níunda sæti með fjögur stig en lið ÍBV í því fimmta með átta stig. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á ÍBVTV. (meira…)
Stelpurnar taka á móti Haukum

ÍBV stelpurnar mæta liði Hauka í íþróttamiðstöðinni í kvöld í 7. umferð Olís deildar kvenna. Áhorfendabann er enn í gildi en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Flautað verður til leiks klukkan 18:00. (meira…)
Mæta botnliðinu í Kaplakrika

ÍBV stelpurnar mæta FH í Kaplakrika í sjöundu umferð Olís deildar kvenna í handbolta í dag. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar en FH stúlkur sitja stigalausar í áttunda og neðsta sæti deildarinnar. Leikur hefst kukkan 15:00. (meira…)
Strákarnir taka á móti Fram

Olís deild karla fer aftur af stað í dag en síðast var leikið í deildinni 3. október. Umferiðin hefst í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tekur á mót Fram. ÍBV situr í fjórða sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir en Fram í því áttunda. Flautað verður til leiks klukkan 13:30 og er leikurinn í beinni útsendingu á […]
Stelpurnar mæta Stjörnunni í dag

Það er komið að fyrsta heimaleiknum hjá handbolta stelpunum eftir langt hlé. Stelpurnar hefja leik kl.13:30 þar sem þær mæta Stjörnunni. Eins og þekkt er þá er áhorfendabann í gildi en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð2Sport. (meira…)
ÍBV á 19 leikmenn í verkefnum á vegum HSÍ

Þjálfarar yngri landsliða HSÍ hafa valið stóra hópa vegna verkefna næsta sumar, um er að ræða U-21, U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landsliðs kvenna. Á næstu dögum munu þjálfarar liðanna funda með leikmönnum og fara yfir verkefni sumarsins ásamt undirbúningi. Allir fundirnir fara fram á Microsoft Teams og verða […]
Leik Fram og ÍBV frestað

Olís deild kvenna fer af stað í dag með þremur leikjum en fresta þurfti leik Fram og ÍBV. Leikir dagsins eru: Valur – Stjarnan kl. 13:30 í beinni útsendingu á ValurTV HK – FH kl. 13:30 Haukar – KA/Þór kl. 16:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. (meira…)
Framhaldið leggst sjúklega vel í mig

Olís deild kvenna fer aftur af stað í dag eftir 112 daga stop en ekki hefur verið leikið í deildinni síðan 26. September. ÍBV stelpurnar mæta Fram í Framhúsinu klukkan 14:30 í dag. ÍBV situr á toppi deildarinnar með fimm stig eftir þrjár umferðir. Við heyrðum í Sunnu Jónsdóttur fyrirliða ÍBV og fórum aðeins yfir […]
Erlingur á leið á HM?

Margt bendir til þess að lið Grænhöfðaeyja verði þriðja liðið til að draga sig úr keppni vegna jákvæðra kórónuveirusmita á heimsmeistaramóti karla í handbolta sem hefst í dag. Fari svo er Holland þriðja varaþjóðin á lista Alþjóðahandknattleikssbandsins IHF. Áður hafa Bandaríkin og Tékkland þurft að draga lið sín úr kepni vegna veikinda. Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson […]
Elliði inn fyrir Kára

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Portúgal í dag í undankeppni EM 2022. Þrjár breytingar eru á hópnum sem mætti liði Portúgals í fyrri leikinum. Þeir sem koma inn eru Björgvin Páll Gústavsson markvörður, Elliði Snær Viðarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Viktor Gísli Hallgrímsson, Alexander Petersson og Kári Kristján Kristjánsson eru […]