Sannfærandi sigur gegn HK

ÍBV sótti HK heim í Kópavoginn nú í kvöld í leik í níundu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta. Eyjastúlkur mættu vel stemmdar til leiks og sigu hægt og bítandi framúr. Í hálfleik var staðan orðin 7-13 Eyjastúlkum í vil. Í síðari hálfleik hélt sama sagan áfram og endaði leikurinn með afar sannfærandi sigri ÍBV 20-31. […]
Agnar Smári og Róbert Aron fóru illa með gömlu félagana

Valsmenn með þá Agnar Smára Jónsson og Róbert Aron Hostert heimsóttu Eyjarnar í kvöld í leik í Olís-deild karla. Það er greinilegt að þeim líður vel í Eyjum því þeir skoruð samtals 16 mörk í kvöld. Jafnræði var með liðunum í upphafi fyrri hálfleiks en þegar á leið voru Valsmenn heldur sterkari aðilinn. Staðan í […]
Öruggar áfram í bikarnum eftir 31 marks sigur

ÍBV átti ekki í miklum vandræðum með Víkingsstúlkur í 1. umferð Coca-cola bikars kvenna í Víkinni í kvöld. ÍBV stúlkur sitja í þriðja sæti Olísdeildarinnar á meðan Víkingu er í níunda sæti 1. deildar. Staðan í hálfleik var 7-22 og notaði Hrafnhildur Skúladóttir tækifærið og gaf ungum leikmönnum tækifæri á að spila. Fór svo að […]
Erlingur byrjar undankeppni EM vel

Hollendingar, undir stjórn Erlings Richardssonar, byrja vel í undankeppni EM karla í handknattleik og burstuðu Eista í gær, fimmtudag. Holland sigraði 35:25 en leikið var í Hollandi. Þjóðirnar eru í 4. riðli með Slóveníu og Lettlandi en Slóvenar unnu sex marka sigur þegar þær þjóðir mættust. Holland og Slóvenía eru því efst í riðlinum eftir […]
Góður sigur eftir frábæran endasprett

ÍBV heimsótti Akureyri í 6. umferð Olís-deildar karla í dag í bráðskemmtilegum leik þar sem bæði lið þurftu virkilega á sigri að halda. Leikurinn var mjög kaflaskiptur í fyriri hálfleik. Eyjamenn byrjuðu betur en Akureyringar tóku þá við sér og komust yfir. Góður endasprettur ÍBV tryggði þeim svo 13:16 forystu þegar gengið var inn í […]
Fyrstar til að leggja meistara Fram

Eyjastúlkur sóttu heim ósigraða Íslandsmeistara Fram í Olísdeild-kvenna í dag í hörku viðureign. Það var ÍBV sem byrjaði leikinn betur og eftir tæpar tíu mínútur var staðan orðin 2-6 ÍBV í vil. Fram átti þá góðan kafla eftir að hafa tekið leikhlé og minnkaði muninn niður í tvö mörk. Illa gekk þó meisturunum að jafna […]
Stelpurnar mæta Víkingi í bikarnum

Dregið var í fyrstu umferð Coca-cola bikars, karla og kvenna, í handbolta í hádeginu í gær. Kvennalið ÍBV drógst á móti Víkingi sem leikur í Grill 66 deild kvenna og mætast liðin á heimavelli Víkingsstúlkna. Aðrir leikir í 16-liða úrslitum eru: HK – Haukar Afturelding – KA/Þór Grótta – Valur ÍR – FH Fylkir – […]
Stelpurnar steinlágu fyrir Haukum

Eyjastúlkur sóttu heim Hauka í leik í fimmtu umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Haukastúlkur byrjuðu leikin mun betur og náðu mjög fljótlega öruggu forskoti. ÍBV skoraði eingöngu sex mörk í fyrrihálfleik gegn sextán mörkum heimamanna. Allt annað var að sjá til Eyjastúlkna í upphafi seinni hálfleiks og náði ÍBV að vinna muninn niður í fjögur […]
ÍBV úr leik eftir stórt tap í Frakklandi

Eyjamenn eru úr leik í Evrópukeppni EHF eftir 36-25 tap gegn PAUC AIX út í Frakklandi í síðari leik liðanna. Eftir eins marks sigur hér heima héldu menn fullir sjálfstrausts í síðari leik liðanna úti í Frakklandi. Á sterkan heimavöll PAUC Aix í glæsilegri höll sem tekur 6000 manns í sæti. Eyjamenn héldu í við […]
Valsstúlkur stálu stigi í kaflaskiptum leik

ÍBV tók á móti Valsstúlkum í Olís-deild kvenna í mjög sveiflukenndum spennuleik í kvöld. Valsstúlkur byrjuðu betur og komust í 1:5 forystu eftir tíu mínútna leik. Eyjastúlkur unnu sig svo aftur inn í leikinn og var staðan 9:10 í hálfleik. ÍBV jafnaði þá leikinn í upphafi seinni hálfleiks en Valsstúlkur tóku þá aftur við sér […]