Herjólfur III liggur enn

Herjólfur III liggur enn bundinn við bryggju í Vestmannaeyjum. Herjólfur átti að sigla til Landeyjahafnar klukkan 9:30 í morgun, en eins og áður hefur verið greint frá siglir Herjólfur III í dag í stað þess nýja vegna verkfalls áhafnarmeðlima Herjólfs sem eru í Sjómannafélagi Íslands. Samkvæmt afgreiðslu Herjólfs er stefnt á að fara úr höfn […]
Herjólfur III siglir þrátt fyrir verkfall undirmanna

Ákveðið hefur verið að Herjólfur III sigli í dag, 15.júlí fjórar ferðir í Landeyjahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér rétt í þessu. Brottför frá Vestmannaeyjum kl: 09:30, 12:00, 17:00 og 19:30 Brottför frá Landeyjahöfn kl: 10:45, 13:15, 18:15 og 20:45 Það er mat framkvæmdastjórnar Herjólfs ohf að tryggja þurfi með […]
Tveggja sólarhringa verkfall hafið

Annað verkfall undirmanna á Herjólfi hófst núna á miðnætti og stendur í tvo sólarhringa. Það er því ljóst að lítið verður um ferðir í dag og á morgun en allar ferðir Herjólfs féllu niður í síðustu verkfallsaðgerð þann sjöunda þessa mánaðar. Þriðja verkfallið er svo yfirvofandi 21.júlí, 22.júlí og 23.júlí. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi frá sér […]
Mikilvægt að Eyjamenn og ferðaþjónustan í Eyjum átti sig á yfirgangi bæjaryfirvalda

Þrátt fyrir að Sjómannafélag Íslands fyrir hönd háseta og þerna um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hafi boðist til að fresta aðgerðum, þá hefur hið opinbera hlutafélag sem rekur Herjólf slegið á útrétta hönd fólksins sem bauðst til að fjölga um aðeins eina þernu og fresta verkfalli til að ná sáttum. Á þá sáttarhönd var slegið. […]
Kröfugerðin er óaðgengileg

Á fundi stjórnar Herjólfs ohf. sem fram fór í gærkvöldi var efnislega farið yfir kröfugerð félagsmanna SÍ sem lögð var formlega fyrir á fundi aðila sem fram fór fyrr um daginn. Það er mat stjórnar að kröfugerðin er óaðgengileg og er henni hafnað. Boðin er sambærilegur samningur og áður hefur verið samið um við félagsmenn […]
Munu ekki ganga í störf háseta og þerna

Félag skipstjórnarmanna og Félag vélstjóra og málmtæknimanna senda frá sér yfirlýsingu vegna kjaradeilu Sjómannafélags Íslands við Vestmannaeyjaferjuna Herjólf ohf. Ekki hefur enn verið gerður kjarasamningur við starfsmenn í Sjómannafélagi Íslands um borð í m.s. Herjólfi. Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á m.s. Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum stendur enda hefur […]
Bæjarráð harmar truflanir á siglingum Herjólfs

Einungis eitt mál var á dagskrá á fundi bæjarráðs í gær en það var umræða um samgöngumál. Arnar Pétursson stjórnarformaður og Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. upplýstu bæjarráð um þá stöðu sem komin er upp vegna vinnustöðvunar undirmanna á Herjólfi. Í niðurstöðu ráðsins segir “bæjarráð harmar að þessi vinnudeila leiði til þess að truflanir […]
Vonandi fæst þetta fólk til að tala við okkur

Tímabundin vinnustöðvun skipverja á Herjólfi hófst á miðnætti og stendur í einn sólarhring. Þetta var staðfest þegar Félagsdómur hafnaði kröfu Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Herjólfs ohf. um að dæma boðaða vinnustöðvun ólögmæta. „Vinnustöðvunin var boðuð fyrir rúmri viku síðan en Herjólfur ohf., sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar, ákvað að fara með málið fyrir Félagsdóm og […]
Herjólfur siglir ekki í dag vegna verkfalls

Vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi þriðjudaginn 7.júlí kemur Herjólfur ekki til með að sigla neina ferð í dag. Herjólfur siglir samkvæmt áætlun miðvikudaginn 8.júlí. Frekari verkfallsaðgerðir eru boðaðar eftir viku og standa þá í tvo sólarhringa. (meira…)
Verkfall undirmanna á Herjólfi hefst á miðnætti

Boðaðar verkfallsaðgerðir sem undirmenn á Herjólfi höfðu boðað til voru dæmdar lögmæddar fyrir félagsdómi rétt í þessu. Málið var höfðað af Samtökum atvinnulífsins, f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs gegn Sjómannafélagi Íslands um lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða undirmanna á Herjólfi sem eru meðlimir í Sjómannafélagi Íslands. Með þessu er ljóst að verkfall undirmanna á Herjólfi hefst […]