Kveður verkefnið og Eyjarnar með miklum söknuði

Í gærkvöld sigldi Eimskip sína síðustu ferð á Herjólfi milli lands og Eyja eftir þrettán ár í brúnni en nýr rekstraraðili tók við nú í morgun. Eyjafréttir tóku púlsinn á Gunnlaugi Grettissyni sem haldið hefur utan um siglingar Herjólfs undanfarin átta ár. „Fyrst og fremst mikið þakklæti fyrir að hafa unnið með þessu frábæra samstarfsfólki […]
Herjólfur ofh. tekur við rekstri Herjólfs

Vegagerðin og Herjólfur ohf. gerðu í dag með sér samkomulag vegna siglinga gamla Herjólfs. En Herjólfur ohf. tekur í fyrramálið við rekstri á siglingum milli lands og Vestmannaeyja sem Sæferðir/Eimskip hefur sinnt mörg undanfarin ár. Herjólfur ohf. er í eigu Vestmannabæjar. Forstjóri Vegagerðarinnar skrifaði undir samkomulagið í Reykjavík ásamt fulltrúm Herjólfs ohf. en síðar í […]
Saga nýs Herjólfs hálf klúðursleg frá upphafi

„Mér kemur þetta ástand mjög á óvart. Ég er vanur því að það sé gengið frá öllum lausum endum jafnóðum og það séu engar svona uppákomur,“ segir Bárður Hafsteinsson, skipaverkfræðingur hjá Nautic ehf. Hann furðar sig á því hvernig haldið hefur verið á málum við smíði nýs Herjólfs. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í […]
Menn bara haga sér ekki svona

„Ég er nú búinn að vera í mörgum nýbyggingum, hef tekið þátt í að smíða 20-30 skip, en hef aldrei séð neitt þessu líkt. Þetta hlýtur að vera vankunnátta. Menn bara haga sér ekki svona,“ segir Björgvin Ólafsson, umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. á Íslandi, við Morgunblaðið, en skipasmíðastöðin sér um smíði nýs Herjólfs í Póllandi. […]
Enn nokkur atriði sem þarf að ljúka fyrir afhendingu

Verulega styttist í að smíði nýs Herjólfs klárist. Skipasmíðastöðin CRIST S.A. í Gdansk í Póllandi er á lokasprettinum í smíðinni sjálfri en endanlegum frágangi er þó ekki að fullu lokið. Þá eiga flokkunarfélag skipsins og Samgöngustofa eftir að taka skipið út. Þegar þessu er lokið og brugðist hefur verið við athugasemdum á fullnægjandi hátt er skipið tilbúið. […]
Herjólfur tilbúinn og bíður afhendingar

Nýja Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er fullbúin og tilbúin til afhendingar ytra. Pólska skipasmíðastöðin hefur sent Vegagerðinni tilkynningu um það. Enn hefur ekki verið ákveðin dagsetning fyrir afhendingu. Björgvin Ólafsson, framkvæmdastjóri BP Shipping Agency Ltd. sem er umboðsaðili Crist skipasmíðastöðvarinnar í Gdynia, segir að flokkunarfélag sé búið að taka út skipið. Fulltrúi Samgöngustofu sé væntanlegur um helgina […]
Millilandaflug til Eyja og óháð úttekt á Landeyjahöfn

Nú í vikunni sendi meiri hluti umhverfis – og samgöngunefndar frá sér nefndarálit um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019–2023 og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019–2033. En það eru nokkur atriði sem tengjast Vestmannaeyjum í þeirri samgönguáætlun. Það sem helst ber á góma er flugið og hin umtalaða skoska leið. […]
Nýr Herjólfur prófaður á sjó í lok janúar

Starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar Crist í Gdynia í Póllandi vinna við frágang á nýja Herjólfi. Stefnt er að því að skipið verði afhent Vegagerðinni í næsta mánuði og allar áætlanir rekstraraðilans miða að því að hann hefji siglingar 30. mars. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags Herjólfs sem Vestmannaeyjabær stendur á bak við, segir að undirbúningur fyrir reksturinn […]
Eigendastefna fyrir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf ohf.

Á fundi bæjarráðs sem haldin var þann 1. nóvember sl., var ákveðið að ljúka við gerð eigendastefnu fyrir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf ohf. Á fundi bæjarráð sem haldin var 20. nóvember var eigendastefnan rædd og samþykkt í bæjarráði. Hægt er að lesa eigendastefnuna hér að neðan. Um eigendastefnuna: Með skýrri stefnumörkun eigenda, vel skilgreindu hlutverki fyrirtækis, skýru […]
Á að styðja við samgöngur íbúa í dreifðari samfélögum

Á fundi stjórnar Herjólfs ohf. á föstudaginn var samþykkt siglingaáætlun og gjaldskrá fyrir félagið sem tekur gildi þann 30. mars 2019, þegar félagið tekur yfir rekstur ferjunnar á siglingaleiðinni milli lands og Eyja. Samkvæmt nýrri gjaldskrá er helmingi ódýrara fyrir heimamenn að sigla milli land og Eyja. Lúðvík Bergvinsson stjórnarformaður Herjólfs ohf. sagði í samtali […]