Birna inn fyrir Dóru Björk

Á föstudaginn fundaði stjórn Herjólfs og þar boðaði stjórnarformaður Birnu Þórsdóttur kjörinn varamann í stjórn félagsins, sem nýjan stjórnarmann. En eins og áður hefur komið fram sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir varaformaður stjórnar sig úr stjórn Herjólfs ohf. þann 10 október síðastliðinn. Í fundargerð stjórnarinnar segir að í samræmi við ákvæði í hlutafélagalögum um kynjahlutföll í stjórnum […]

Siglingaáætlun næsta árs og gjaldskrá

Á fundi stjórnar Herjólfs ohf. í dag var samþykkt siglingaáætlun og gjaldskrá fyrir félagið sem tekur gildi þann 30. mars nk., þ.e. þegar félagið tekur yfir rekstur ferjunnar á siglingaleiðinni milli lands og Eyja. 1)  Siglingaáætlun Í samræmi við niðurstöður samninga við ríkið fyrr á þessu ári um yfirtöku á rekstrinum mun ferðum á siglingaleiðinni […]

Seinkun á brottför Herjólfs

„Smávægileg bilun er um borð í Herjólfi og því er seinkunn á brottför frá Vestmannaeyjum og því verður einhver seinkunn á brottför frá Þorlákshöfn í hádegi, nánari upplýsingar sendar þegar skipið er lagt af stað frá Vestmannaeyjum.” segir í tilkynningu á Facebook síðu Herjólfs. Viðhaldsdagur var hjá Herjólfi í gær þriðjudag og sigldi því skipið […]

Nýr Herjólfur siglir 30. mars

Stefnt er að því að hefja reglulegar siglingar á nýrri  Vestmannaeyjaferju, nýjum Herjólfi frá Landeyjahöfn þann 30. mars á næsta ári. Þangað til mun núverandi Herjólfur sigla milli lands og Eyja. Nýja ferjan, er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Crist S.A. í Gdansk í Póllandi. Afhending hefur dregist meðal annars vegna breytinga á búnaði skipsins en […]

5% færri farþegar með Herjólfi en í fyrra

5.1% færri farþegar eða 12.577 ferðuðust með Herjólfi tímabilið 15. maí til 19. september en á sama tíma á síðasta ári. Þetta má lesa úr tölum frá Gunnlaugi Grettissyni, forstöðumanni ferjureksturs hjá Eimskip. Mestur er munurinn í maí en þá ferðuðust rúmlega 6.000 færri farþegar með Herjólfi. Stóran hluta skýringarinnar má væntanlega rekja til þess […]

Ekki hægt að fullyrða að afhendingin verði í nóvember

Í águst var auglýst eftir framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Capacent heldur utan um ráðningarferlið og er nú verið að meta umsóknirnar. Lúðvík Bergvinsson stjórnarformaður félagsins sagði í samtali við Eyjafréttir að vonast væri eftir því að niðurstaða mundi liggja fyrir á næstu dögum „við vonumst til þess að innan 10 daga liggi fyrir niðurstaða þess ferils […]

Nýr Herjólfur í fyrsta lagi í byrjun desember

Á fundi bæjarráðs í gær, miðvikudag fór bæjarstjóri yfir fund sem hún átti með Vegagerðinni þann 28. ágúst sl., þar sem fram kom að frekri seinkun væri á afhendingu nýs Herjólfs. Áætluð afhending í Póllandi er 15. nóvember nk. Væri skipið þá væntanlegt til Vestmannaeyja um mánaðarmótin nóvember/desember, en Vegagerðin álítur að enn frekari seinkun […]

Mörg hand­tök eft­ir í Herjólfi

Enn eru mörg hand­tök eft­ir við smíði Vest­manna­eyja­ferj­unn­ar Herjólfs í skipa­smíðastöðinni í Póllandi. Stefnt er að af­hend­ingu 15. nóv­em­ber en heim­ild­ar­menn blaðsins sem til þekkja telja það óraun­hæfa dag­setn­ingu og telja vel sloppið ef skipið fæst af­hent á ár­inu. Það gæti jafn­vel dreg­ist frek­ar. Pólska skipa­smíðastöðin Crist hef­ur til­kynnt Vega­gerðinni að hún muni ekki af­henda […]

Samráðshópur til að tryggja öruggar samgöngur til Eyja

Á fundi bæjarráðs í gær kom fram að samgönguráðherra hyggst skipa samráðshóp sem tryggja á öruggar samgöngur til Vestmannaeyja. Hlutverk hópsins er m.a. að eiga samráð um framkvæmd samnings um yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri nýrrar ferju og um þau álitamál sem upp kunna að koma og krefjast úrlausnar. Einnig mun hópurinn fara yfir og setja […]

Undirbúningur komu nýrrar ferju á áætlun

Á fundi bæjarráðs í gær þriðjudaginn 21. ágúst var meðal annars umræða um samgöngumál og þá sér í lagi nýja ferju og rekstur hennar. Fyrir bæjarráði lágu eftirfarandi minnispunktar frá Grími Gíslasyni stjórnarformanni Vestmannaeyjarferjunar Herjólfs ohf. um stöðu undirbúningsvinnu vegna komu nýs Herjólfs og yfirtöku félagsins á rekstri ferjunnar: Almennt má fullyrða að undirbúningur félagsins […]