Ófært til lands

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður siglingar fyrri part dags v/veðurs og sjólags. “Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning,” segir í tilkynningu frá Herjólfi. Hvað varðar siglingar seinnipartinn í dag, þá verður gefin út tilkynning fyrir kl. 15:00 […]

Þekking og reynsla hefur tapast með tíðum mannabreytingum

Herjólfur..jpg

Innviðaráðuneytið hefur falið Vegagerðinni að hefja viðræður við Vestmannaeyjabæ um mögulega endurnýjun rekstrarsamnings þar sem greindir verða kostir þess að fela Herjólfi ohf að vera áfram með siglingar milli lands og eyja. Félagið er í eigu Vestmannaeyjabæjar og núverandi samningur gildir til 1. október. Vestmannaeyjabær er búinn að skipa viðræðunefnd af hálfu bæjarins og var […]

Áfram fríar rútuferðir

Boðið verður upp á rútuferð í leik 4 í einvígi ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna. Með sigri geta stelpurnar okkar tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Ísfélagið og Herjólfur bjóða þér frítt far! Ísfélagið býður stuðningsmönnum fría rútuferð og Herjólfur miða í ferjuna fyrir þá sem ferðast með rútunni. Við þökkum þeim kærlega fyrir […]

Gjaldskrá Herjólfs hækkar um 9% í næstu viku

Fundur var haldinn í stjórn Herjólfs ohf. þann 13. apríl síðastliðinn. Á dagskrá fundarins var einn dagskrárliður, breyting á gjaldskrá. Lagt var til að gjaldskrá Herjólfs hækki um 9% á farþega og farartæki frá 5. maí 2023. Gjald fyrir kojur/klefa, atvinnutæki og stærri flutninga mun haldast óbreytt. Fram kemur í fundargerð að framlög ríkisins til […]

Ísfélagið og Herjólfur koma Eyjamönnum á leikinn

ÍBV stelpur mæta Valskonum á morgun í bikarúrslitum í Laugardalshöll. Ísfélagið og Herjólfur ætla í sameiningu að sjá til þess að Eyamenn fylli Höllina á morgun. Ísfélagið býður frítt í rútur fyrir stuðningsmenn ÍBV og þeir sem bóka sig í rútuna fá sömuleiðis fría Herjólfsmiða! Farið frá Eyjum kl.09:30 á morgun og svo heim með […]

Fyrsta lagi siglt seinni partinn – uppfært – aðstæður brettust fljótt

Herjólfur hefur rétt í þessu Staðfest brottför frá Vestmannaeyjum kl. 10:00 ( 09:30 ferð) Staðfest brottför frá Landeyjahöfn kl. 11:00 (10:45 ferð) Aðstæður breyttust fljótt og biðjum við afsökunar á stuttum fyrirvara. Um er að ræða ferðir sem voru áætlaðar frá Vestmannaeyjum kl. 09:30 og frá Landeyjahöfn kl.10:45. Einungis 14 mínútum áður hafði félagið send […]

Bilun í Herjólfi – óvissa með framhaldið

Í kvöld kom upp rafmagsbilun í annarri skrúfu Herjólfs, viðgerðir eru hafnar og koma þær til með að standa fram eftir nóttu. Fram kemur í tilkynninigu frá Herjólfi að óvissa sé með siglingar í fyrramálið. “Við komum til með að gefa frá okkur frekari tilkynningu kl. 06:00 í fyrramálið og upplýsa farþega okkar um framgang […]

Herjólfur losar hundraðfalt meira á olíu

Bilun kom upp í Vestmannaeyjalínu 3 þann 30. janúar og Vestmannaeyjar fá nú rafmagn að hluta í gegnum varaafl. Stór hluti af rafmagnsnotkun í Vestmannaeyjum er skilgreind sem skerðanleg orka. Það þýðir að hluti atvinnulífs, húshitun o.fl. eru nú rekin á olíu með tilheyrandi viðbótarkostnaði og umhverfismengun. Þessi rafmagnsskortur hefur miklar afleiðingar víða í Vestmannaeyjum. […]

Ekki meira siglt í dag

Herjólfur..jpg

Ákveðið hefur verið að fella niður seinni ferð dagsins vegna veðurs og sjólags. Skv. spá á að bæta í vind þegar líða tekur á kvöldið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega, fraktar og áhafnarmeðlima í huga. Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að […]

Vonskuveður í fyrramálið

Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir Eyjamönnum á að veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs. Á milli 06:00 og 10:00 í fyrramálið er spáð sunnan 20-28 m/s og vindhviður staðbundið yfir 40 m/s. Mikil úrkoma, slydda eða snjókoma og takmarkað skyggni. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur […]