Uppfært – Herjólfur kominn af stað

Þessa stundina er Herjólfur bilaður í Landaeyjahöfn. Er hann í fyrstu ferð dagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir að það sé vegna smávægilegrar bilunar í stefni skipsins. „Verið er að vinna að viðgerðum. Ljóst er að röskun verður á áætlun ferjunnar a.m.k. núna fyrri hluta dags. Við komum til með […]

Herjólfur – Aldrei fleiri farþegar

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. kom á fund bæjarráðs á þriðjudaginn og gerði grein fyrir starfsemi félagsins síðustu mánuði, m.a. farþegafjölda. Fram kom að alls voru fluttir 83.754 farþegar í júlí, sem er það mesta í einum mánuði frá upphafi. Til samanburðar voru fluttir 79.102 farþegar í júlí 2016, sem kemst næst. Í fundargerð […]

Dýravinir ósáttir við Herjólf

Eftir óhappið í Herjólfi um helgina, þar sem bílalyfta kramdi tvo bíla, heyrist nú enn hærra í hagsmunahópi dýraeigenda í Vestmannaeyjum. Í frétt um málið á visir.is kemur fram að undirskriftalisti með 1.400 undirskriftum, um bætta aðstöðu gæludýra um borð, verði afhentur stjórn Herjólfs. Núverandi fyrirkomulag er þannig að sé gæludýr með í för, þarf […]

Herjólfur – Bílalyftunni slakað á bíla – Engin slys

„Óhapp varð um borð í Herjólfi þegar skipið var að fara frá Landeyjarhöfn úr seinustu ferð dagsins í gærkvöldi. Skipið var að bakka frá bryggju þegar bílalyftan fór niður öðrumegin með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust undir henni. Enginn farþegi var staðsettur á bíladekkinu þegar slysið varð,“ sagði Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. […]

Herjólfur fellir niður ferðir í dag

Lægð gengur yfir landið með miklum usla og gular viðvaranir eru í gildi víðsvegar á landinu. Ölduhæð við Landeyjahöfn stendur nú í 3 metrum og hefur Herjólfur þegar fellt niður tvær ferðir í dag og óvíst með ferðir það sem eftir er af degi. Næsta ferð er áætluð kl. 17:00. Þetta kemur fram á facebook […]

Herjólfur kveður í bili

Þá er Herjólfur farinn í slipp í Færeyjum, og óvíst hvenær hann kemur aftur til heimahafnar. Hann sigldi út úr höfninni í Eyjum um kl. 13:00 í dag og þeytti skipsflautuna hressilega í kveðjuskyni. (meira…)

Herjólfur á leið til Færeyja

Samkvæmt heimildum Eyjafrétta siglir gamli Herjólfur til Færeyja á sunnudaginn. Ekki náðist í Halldór Jörgensson hjá Vegagerðinni til að fá þetta staðfest að fullu en búið er að ráða áhöfn til að sigla skipinu út. Ekki fengust upplýsingar um hvað hann verður lengi í Færeyjum og hvar hann kemur til með að sigla. Gert er […]

Ólíkt hafast þau að

Samgöngur til og frá Vestmannaeyjum eru eitt mikilvægasta hagsmunamál Vestmannaeyinga og því mikilvægt að bæjarstjórn þeirra sinni því. Fyrir þremur árum síðan kom nýr Herjólfur til landsins. Það tók mörg ár að hefja smíði skipsins þó það væri ein meginforsenda byggingar Landeyjahafnar. Margir lögðust gegn smíðinni meðal annars margir eyjamenn, þingmenn, skipstjórar Herjólfs og innviðaráðherra […]

Hvað er í gangi eiginlega?

Enn heyrast sögur af uppsögnum á Herjólfi og misklíð á milli manna. Nú síðast var mjög hæfum skipstjóra/stýrimanni sagt upp störfum. Ég vona að sá ágæti drengur snúi til baka en mér er ekki kunnugt um ástæðuna fyrir uppsögninni en margar sögur eru í gangi um samstarfsörðugleika yfirmanna í brúnni og blandast venslafólk þeirra inn […]

Forsala miða á Þjóðhátíð hefst í dag (uppfært)

Forsala miða á Þjóðhátíð 2022 hefst í dag klukkan 9:00 á dalurinn.is. En tilkynnt hefur verið um fyrstu listamenn hátíðarinnar í ár en fram koma Bríet, Bubbi Morthens, Emm­sjé Gauti, Reykja­víkur­dætur og Flott, auk hljóm­sveitarinnar Hips­um­haps sem spilar á há­tíðinni í fyrsta sinn en rætt er við meðlim sveitarinnar á vef fréttablaðisins. Uppfært: Forsölu frestast […]