Hlynur bætti eigið Íslandsmet

Hlaupakappinn Hlynur Andrésson sló eigið Íslandsmet í einnar mílu (1,609 km) hlaupi á innanhúsmóti í Athlon í Írlandi í gær. Hlynur hljóp vegalengdinga á 4:03,61. Hlynur bætti þar með eigið met uppá 4:05,78 sem hann setti í árið 2017. Eþíópíumaðurinn Samuel Tefera kom fyrstur í mark á tímanum 3:55,86 en Hlynur hafnaði í sjöunda sæti. […]

Hlynur hreppti silfur á Norðurlandamótinu

Hlynur Andrésson hlaupari var hársbreidd frá gullverðlaunum í 3000 metra hlaupi í Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem haldið var í Helsinki í Finnlandi í dag þegar hann kom einungis 13 sekúndubrotum á eftir sigurvegaranum í mark. Hlynur kom í mark á 8:01,2 en Svíinn Simon Sundström kom örskömmu á undan honum í mark. Níu […]

Vestmannaeyjahlaupið hlaup ársins 2019

Vestmannaeyjahlaupið hefur verið kosið besta götuhlaupið út frá einkunnagjöf hlaupara á hlaup.is árið 2019. Þetta er þriðja skiptið á fjórum árum sem að hlaupið hlýtur nafnbótina. Þorbergur Ingi Jónsson og Elín Edda Sigurðardóttir eru langhlauparar ársins 2019 að mati lesenda hlaup.is. (meira…)

Hlynur innan við sekúndu frá Íslandsmetinu

Það munaði minnstu að Vestmannaeyingurinn Hlynur Andrésson úr ÍR setti Íslandsmet í 1500 m hlaupi innanhúss á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll á sunnudag. Hlynur hljóp á 3:46,40 mín. sem er innan við sekúndu frá Íslandsmetinu. Íslandsmetið setti Jón Diðriksson 1. mars 1980 þegar hann hljóp á 3:45,6 mín. en þá var notast við hand-tímatöku. Eftir að […]