Lokað fyrir umsóknir á tjaldlóðum í dag

Lokað verður fyrir umsóknir klukkan 10:00 í dag til að sækja sér lóð fyrir hvítu tjöldin í Herjólfsdal. Sækja þarf um lóð á dalurinn.is, skrá sig þar inn með rafrænum skilríkjum og fylla út upplýsingar sem beðið er um. Mikilvægt er að allir reitir séu fylltir út svo að umsókn sé gild. Nauðsynlegt er að […]

Stelpurnar mæta Tindastól í dag

Einn leikur í Bestu-deild kvenna fer fram í dag og þá á Sauðárkróksvelli. Það eru stelpurnar okkar sem mæta liði Tindastóls klukkan 14:00. ÍBV situr í sjöunda sæti með 13 stig úr 12 leikjum á meðan Tindastóll situr í því níunda með 11 stig. Fylgjast má með beinni textalýsingu frá Sauðárkróki hér. (meira…)

ÍBV mætir Breiðablik

Einn leikur er í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag, föstudaginn 21. júlí. Þá mætir ÍBV liði Breiðabliks á Kópavogsvelli klukkan 18:00. Breiðablik situr í 3. sæti deildarinnar með 30 stig og Eyjamenn í því 8. með 17 stig. (meira…)

Opnað fyrir umsóknir á tjaldlóðum á föstudaginn

Opnað verður fyrir umsóknir lóða föstudaginn 21. júlí kl. 10:00. Sækja þarf um lóð á dalurinn.is, skrá sig þar inn með rafrænum skilríkjum og fylla út upplýsingar sem beðið er um. Mikilvægt er að allir reitir séu fylltir út svo að umsókn sé gild. Nauðsynlegt er að vita nákvæma breidd á tjaldinu áður en umsókn er fyllt út. […]

Sjötíu fulltrúar ÍBV á Símamótinu

Um sjötíu stelpur frá ÍBV keppa núna á Símamótinu í knattspyrnu sem haldið er ár hvert af Breiðabliki í Kópavogi. Mótið stendur nú sem hæst en það var sett á Kópavogsvelli á fimmtudag og stendur til morguns, sunnudags. ÍBV sendir fulltrúa frá 5., 6., og 7. flokki. (meira…)

Frestur félagsmanna fer að ljúka

Kæru félagsmenn ÍBV. Senn líður að Þjóðhátíð og nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á kjörum félagsmanna. Miðasölu félagsmanna lýkur á miðnætti þann 4. júlí.Þjóðhátíðarnefnd vill því hvetja alla félagsmenn til að nýta sér afsláttinn og næla sér í miða sem allra fyrst áður en fresturinn rennur út. ATH! Frestur rennur […]

Daniel Vieira genginn til liðs við ÍBV

Portúgalinn og hægri skyttan Daniel Vieira hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍBV eins og fram kemur á Facebook síðu deildarinnar. „Daniel kemur til okkar frá Avanca í Portúgal en þar hefur hann spilað síðustu tvö tímabil í portúgölsku úrvalsdeildinni og staðið sig mjög vel! Daniel er 22 ára, 194 cm á hæð og kraftmikil skytta. Við […]

Norðanmenn mæta á Hásteinsvöll

Þrír leikir fara fram í Bestu deildinni í kvöld. Þrjú neðstu lið deildarinnar verða í eldlínunni. ÍBV er í næst neðsta sæti deildarinnar en liðið fær KA í heimsókn í fyrsta leik dagsins. ÍBV getur lyft sér upp um þrjú sæti með sigri en þá getur KA fallið úr efri hlutanum. miðvikudagur 28. júní Besta-deild […]

Nýr línumaður til ÍBV

Í dag tilkynnti handknattleiksdeild ÍBV að Ásdís Guðmundsdóttir, 25 ára línumaður að norðan, hefur gengið til liðs við félagið. Ásdís á 10 A-landsleiki að baki en síðast lék hún með sænska félaginu Skara HF. „Hún er reynslumikill leikmaður og mikill hvalreki fyrir okkar félag. Við hlökkum til að sjá Ásdísi í hvítu treyjunni” segir í […]

Britney Cots gengin til liðs við ÍBV

Rétthenta skyttan Britney Cots hefur samið við ÍBV. Britney er gríðarlega kröftugur leikmaður sem gengur til liðs við ÍBV frá Stjörnunni. “Við erum mjög ánægð með að Britney hafi ákveðið að ganga til liðs við okkur og hlökkum til að sjá hana inná vellinum,” segir meðal annars í tilkynningu frá ÍBV. (meira…)