Opnað verður fyrir umsóknir lóða föstudaginn 21. júlí kl. 10:00.
Sækja þarf um lóð á dalurinn.is, skrá sig þar inn með rafrænum skilríkjum og fylla út upplýsingar sem beðið er um.
Mikilvægt er að allir reitir séu fylltir út svo að umsókn sé gild. Nauðsynlegt er að vita nákvæma breidd á tjaldinu áður en umsókn er fyllt út.
Fyrir hvern meter sem sótt er um verður tekin 10.000 kr. heimild sem verður bakfærð þegar búið er að setja niður súlurnar.
Mikilvægar dagsetningar:
Föstudaginn 21. júlí kl. 10:00 Opnað fyrir umsóknir
Mándudaginn 24. júlí kl. 10:00 Lokað fyrir umsóknir
27.-29. júlí Staðfesta þarf úthlutun
Mánudaginn 31. júlí Birtar nákvæmar staðsetningar á lóðum til allra þeirra sem sóttu um á réttan hátt í gegnum dalurinn.is
- Sótt er um lóð inn á dalurinn.is – skrá sig þar inn með rafrænum skilríkjum
- Búið er að búa til forrit sem sér um úthlutunina, en eins og undanfarin ár þá fá sjálfboðaliðar Þjóðhátíðar fyrst úthlutaðar lóðir áður en það kemur að öðrum gestum
- Til að sækja um lóð þarftu að vita breiddina á tjaldinu þínu, hún þarf að vera 100% rétt svo að tjöldin raðist sem best
- Þegar sótt er um lóð:
- Þarftu að velja götu
- Velja hvort þú viljir vera hægra eða vinstra megin
- Getur hakað við að vera fremsta tjald
- Fylla þarf út 1. 2. og 3. val
- Hægt er að sækja um allt að 10 metrum – ef það er ekki nóg þarf að senda póst á siggainga@ibv.is
- Til að koma í veg fyrir misnotkun á kerfinu þarf að gefa upp kortanúmer þegar sótt er um lóð:
- Tekin er frá heimild á kortinu 10.000 kr. fyrir hvern meter sem sótt er um
- Heimildinni er aflétt þegar búið er að setja niður súlurnar
- Ef umsækjandi mætir ekki með súlurnar í dalinn þá verður greiðslan innheimt á kortinu
- Þegar búið er að úthluta lóðum þá segir númer lóðar ekki til um númer tjalds í röðinni, á einni lóð geta verið fleiri en eitt tjald