Mæta spútník liðinu í dag

Það er heil umferð í Bestu deild kvenna í kvöld. Spútník lið deildarinnar, FH, fær ÍBV í heimsókn en FH hefur unnið þrjá sterka sigra í röð og er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Lið FH er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar en ÍBV í því níunda og næst neðsta en bæði lið hafa leikið […]

Kári Kristján framlengir

Kári Kristján Kristjánsson hefur framlengt samning sinn um eitt tímabil við handknattleiksdeild ÍBV. „Kára þarf vart að kynna stuðningsmönnum ÍBV enda fyrirliði liðsins og núverandi Íslandsmeistari með meiru. Það er okkur mikil ánægja að Kári hafi ákveðið að taka eitt tímabil enn og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs” segir í færslu á síðu ÍBV. (meira…)

TM mótið 2023 komið á fullt skrið

Stelpurnar hófu leik í gær stundvíslega kl. 08:20 veðrið leikur við mótsgesti og spáin áfram góð. Verið er að prófa nýtt kerfi með úrslitaskráningu, dómarar skrá jafnóðum í síma sinn mörkin og er því hægt að fylgjast með stöðu leikja í rauntíma. Þó þarf að endurrræsa síðuna til að staða uppfærist. Úrslit má sjá undir […]

Stelpurnar taka þátt í EHF Cup

HSÍ sendi skráningu til EHF í gær vegna Evrópukeppni kvenna. Að þessu sinni verða tvö íslensk lið skráð í keppnina en það eru Valur og ÍBV. Valur er skráði sig til þáttöku í Evrópudeild EHF og ÍBV í EHF Cup. Á síðasta tímabili voru það þrjú lið sem tóku þátt í Evrópukeppninni en í ár […]

„Við erum meistarar!“

Það er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Það þarf líka heilt samfélag til að ná árangri. Við erum 4500 manna bæjarfélag með bæði kvenna- og karlaliðin okkar í efstu deild í handknattleik og knattspyrnu. Það er afrek út af fyrir sig en við erum líka að ná árangi. Samtakamáttur […]

Lokahóf yngriflokka í handbolta

Sl. föstudag fóru fram lokahóf hjá 5.-8. flokkum í handbolta, farið var í leiki í íþróttahúsinu, teknar myndir með bikurum meistaraflokkanna og grillaðar pylsur. Handboltaveturinn gekk mjög vel og tóku iðkendur þátt í Íslandsmótum, bikarmótum og dagsmótum þar sem allir fengu verkefni við hæfi og gleðin var ríkjandi. ÍBV þakkar iðkendum fyrir að vera í framlínunni […]

Stelpurnar fá Tindastól í heimsókn

Það er komið að næsta heimaleik í Bestudeild kvenna en í dag klukkan 17:00 tekur ÍBV á móti Tindastól. Liðin sitja í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar og því má búast við hörku leik á Hásteinsvelli í dag. (meira…)

Uppselt á Ásvelli

ÍBV getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í þriðja sinn með sigri á Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 ÍBV í vil en Haukar sigruðu í síðasta leik liðanna í Vestmannaeyjum með sex mörkum. Fari svo að ÍBV vinni hafa allir þrír Íslandsmeistaratitlar félagsins unnist í Hafnarfirði en […]

Mæta Fylki í Árbænum

Þrír leikir eru spilaðir í 10. umferð Bestu deildar karla í dag en Fylkir og ÍBV mætast klukkan 17:00 í Árbænum. ÍBV liðið situr í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig úr 8 leikjum. Fylkir er á svipuðum slóðum í níunda sæti með sjö stig. Bæði lið þurfa á stigum að halda til að […]

Bikarleikur á Hásteinsvelli

Stelpurnar fá Grindavík í heimsókn á Hásteinsvöll í dag í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Lið Grindavíkur situr í 6. sæti Lengjudeildarinnar og verða því heimastúlkur að teljast sigurstranglegri en flautað verður til leiks klukkan 14:00 í dag. (meira…)