Þriðji leikur hjá stelpunum í dag og rútuferðir í Kaplakrika á morgun

Í dag fer fram þriðji leikur í undanúrslitaeinvígi ÍBV og Hauka í Olísdeild kvenna. Hvort lið hefur unnið einn leik til þessa, en það þarf þrjá sigra til þess að tryggja sér sæti í úrslitunum. Klukkan 18:30 verður boðið upp á upphitun fyrir Krókódílana. “Þar verða pizzur og drykkir í boði og við keyrum upp […]
Úrslitakeppnin hefst hjá stelpunum í dag

Í dag hefjast undanúrslit Olísdeildar kvenna. Stelpurnar okkar fá Hauka-konur í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 16:40. Miðasala er hafin á miðasöluappinu Stubbur. Í hálfleik verður Krókódílum boðið upp á léttar veitingar. “Nú er ráð að koma sér í úrslitakeppnis-gírinn, mæta á leikinn og styðja ÍBV til sigurs!,” segir í tilkynningu frá ÍBV. (meira…)
ÍBV að þétta raðirnar í fótboltanum

Þeir Dwayne Atkinson og Richard King eru gengnir í raðir ÍBV frá þessu er greint á vefnum forbolti.net. Báðir koma þeir frá heimalandinu Jamaíku. Þeir skrifa undir samninga út tímabilið og er ÍBV með möguleika á að framlengja þá samninga. King er 21 árs gamall varnarmaður sem hefur leikið ellefu landsleiki (samkvæmt Transfermarkt) fyrir Jamaíku […]
Búum til stemmningu fyrir stelpurnar okkar þær eiga það skilið

Besta deild kvenna hefst í dag með þremur viðureignum. Á Hásteinsvelli taka Eyjastúlkur á móti Selfossi. Flautað er til leiks klukkan 18.00 í Eyjum. Það er nýr þjálfari í brúnni hjá ÍBV en Búlgarinn Todor Hristov tók við liðinu fyrir komandi leiktíð. Við heyrðum hljóðið í Todor í aðdraganda mótsins. „Ég er meira en spenntur […]
Fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum

Það er komið að fyrsta heimaleik sumarsins í fótboltanum. Blikar koma í heimsókn í dag á Hásteinsvöll klukkan 16:00 og má búast við spennandi leik. Fram kemur í tilkynningu frá ÍBV að grillið verður á sínum stað fyrir leik og eru Eyjamenn hvattir til að mæta og styðja ÍBV til sigurs! (meira…)
ÍBV bætir við sig markmanni

Markvörðurinn Valentina Bonaiuto hefur gengið til liðs við ÍBV en hún hefur leikið með Clayton State háskólanum um nokkurra ára skeið. Þessi 24 ára markvörður sem er frá Venesúela hefur verið viðloðandi landsliðið þeirra og kemur til með að styðja við Guðnýju Geirsdóttur markvörð ÍBV. Hún hefur nú þegar hafið æfingar með liðinu og kann […]
ÍBV heimsækir stjörnuna í bikarslag

Það eru átta leikir á dagskrá í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins sem fara af stað með spennandi Bestu deildarslag í kvöld, þegar Stjarnan tekur á móti ÍBV í beinni útsendingu á RÚV. Stórlið Breiðabliks, Vals, KA og KR eiga öll leiki við neðrideildalið. Leiknir R. og Selfoss eigast svo við í Lengjudeildarslag áður en Fram etur […]
ÍBV mætir FH í undanúrslitum

FH og ÍBV mætast í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik. Það varð ljóst eftir að liðin sendu andstæðinga sína, Selfoss og Stjörnuna, í sumarfrí í gærkvöldi. ÍBV vann Stjörnuna öðru sinni í hörkuleik í TM-höllinni, 27:23. FH fór létt með Selfoss í Sethöllinni á Selfossi, 33:24. Fyrsti leikur FH og ÍBV verður í Kaplakrika […]
ÍBV deildarmeistari 2023

ÍBV varð í dag deildarmeistari í Olísdeild kvenna í handknattleik. Liðið innsiglaði titilinn með sigri á Selfoss á heimavelli, 41:27, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 21:15. Sigurinn var jafnframt sá tuttugasti í röð hjá liðinu. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2004 sem ÍBV verður deildarmeistari í handknattleik kvenna en […]
Geta orðið deildarmeistarar í dag

Það er nóg um að vera í íþróttamiðstöðinni í dag þar sem bæði karla og kvenna lið ÍBV standa í ströngu. Veislan hefst klukkan 14:00 þegar karlaliðið tekur á móti liði Fram. Fram er í 7. sæti með 21 stig en ÍBV í því þriðja með 24 stig. Keppnin um 2. til 7. sæti deildarinnar […]